Viðskipti erlent

Björgólfur og Bakkavararbræður á lista yfir ríkustu menn Bretlands

Birgir Olgeirsson skrifar
Björgólfur bætir við sig en Bakkavararbræður tapa.
Björgólfur bætir við sig en Bakkavararbræður tapa. Fréttablaðið/GVA

Björgólfur Thor Björgólfsson er einn af hundrað ríkustu manneskjum Bretlands samkvæmt lista breska dagblaðsins Sunday Times sem var birtur um helgina. Fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði fyrst frá hér á landi en Björgólfur er sagður hafa bætt við sig 98 milljónum punda, eða því sem nemur um 16 milljörðum íslenskra króna, á milli ára. Alls eru eignir hans metnar á 1,7 milljarða punda, eða því sem nemur um 276 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.

Sunday Times birtir nöfn þúsund einstaklinga sem eru taldir þeir ríkustu í Bretlandi en á honum er að finna Bakkavararbræðurna Ágúst og Lýð Guðmundssyni. Sunday Times segir auð þeirra hafa dregist saman um 140 milljónir punda, eða 22 milljarða króna, og eiga þeir í dag 560 milljónir punda, eða því sem nemur 91 milljarði íslenskra króna.

Ágúst og Lýður Guðmundssynir. Vísir/Vilhelm

Á toppi listans sitja bræðurnir Sri og Gopi Hinduja en auðæfi þeirra eru metin á 22 milljarða breskra punda. Í Öðru sæti eru bræðurnir David og Simon Rueben en í þriðja sæti eru Jim Ratcliffe sem metinn er á 18,7 milljarða breskra punda.

Radcliffe var í efsta sæti listans í fyrra en hann hefur á síðustu árum eignast fjölda jarða og lóða hér á landi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
3,82
11
225.684
SYN
3,65
9
11.564
ARION
1,51
50
1.351.374
EIM
1,49
5
611
KVIKA
1,43
3
32.124

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-8,33
78
16.099
SIMINN
-4,19
19
295.432
FESTI
-2,31
9
51.897
EIK
-1,66
5
23.047
SJOVA
-1,45
12
46.997
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.