Körfubolti

New Orleans vann Zion-lottóið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zion Williamson er líklega mesti efni sem komið hefur fram síðan LeBron James.
Zion Williamson er líklega mesti efni sem komið hefur fram síðan LeBron James. vísir/getty
New Orleans Pelicans datt heldur betur í lukkupottinn í nótt er hið árlega lottó um hvaða lið fær að velja fyrst í nýliðavali NBA-deildarinnar fór fram.

Pelíkanarnir áttu aðeins 6 prósent möguleika á því að vinna lottóið en þetta var þeirra kvöld. Hinn ótrúlegi leikmaður Duke, Zion Williamson, fer því væntanlega til New Orleans.

Þetta breytir heldur betur stöðu mála hjá New Orleans en aðalstjarna liðsins, Anthony Davis, hefur síðustu mánuði reynt að komast frá félaginu en fékk ekki. Hann gæti hugsað sig betur um núna og spilað með Zion.

New York Knicks átti góðan möguleika á því að vinna fyrsta valrétt og marga í stóra eplinu dreymdi um að fá Zion þangað. Af því verður ekki og Knicks náði aðeins þriðja valrétti.

Svona verður nýliðavalið 2019:

1. New Orleans Pelicans

2. Memphis Grizzlies

3. New York Knicks

4. LA Lakers

5. Cleveland Cavaliers

6. Phoenix Suns

7. Chicago Bulls

8. Atlanta Hawks

9. Washington Wizards

10. Atlanta Hawks (fengu valið frá Dallas)

11. Minnesota Timberwolves

12. Charlotte Hornets

13. Miami Heat

14. Boston Celtics (fengu valið frá Sacramento)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×