Viðskipti innlent

Loka Lyfju á Laugavegi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sameinaða útibú Lyfju stendur við Hafnarstræti 19.
Sameinaða útibú Lyfju stendur við Hafnarstræti 19.
Útibú Lyfju á Laugavegi og í Hafnarstræti sameinast á síðari staðnum í upphafi næsta mánaðar. Að sögn aðstandenda náðust ekki samningar um áframhaldandi rekstur á Laugavegi.

Þeir segja að sameiningunni muni þó ekki fylgja uppsagnir, heldur munu starfsmönnum Lyfju á Laugavegi bjóðast áframhaldandi störf í öðrum útibúum.

Í tilkynningu frá Lyfju segir að til að koma til móts við lokunina á Laugavegi verði afgreiðslutími útibúsins að Hafnarstræti 19, sem opnaði í ársbyrjun 2018, lengdur. Lyfsali Lyfju í Hafnarstræti verður Alfreð Ómar Ísaksson en hann segir sig og starfsfólk sitt kveðja Laugaveg með söknuði.

Lyfja er eitt elsta einkarekna apótek landsins en fyrirtækið hóf starfsemi sína með opnun Lyfju í Lágmúla árið 1996. Fyrirtækið rekur 45 apótek og útibú í dag og eru starfsmenn Lyfju um 350 talsins.

Alfreð Ómar Ísaksson mun ráða ríkjum í útibúinu í Hafnarstræti.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×