Viðskipti innlent

Inga Dóra hættir sem fram­kvæmda­stjóri Veitna

Atli Ísleifsson skrifar
Inga Dóra Hrólfsdóttir hóf störf hjá Hitaveitu Reykjavíkur 1996 og var ráðin framkvæmdastjóri Veitna við stofnun fyrirtækisins árið 2014
Inga Dóra Hrólfsdóttir hóf störf hjá Hitaveitu Reykjavíkur 1996 og var ráðin framkvæmdastjóri Veitna við stofnun fyrirtækisins árið 2014 Veitur

Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, mun á næstunni færa sig til innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur.

Í tilkynningu frá Veitum segir að Inga Dóra muni taka við nýju hlutverki á vettvangi móðurfélagsins samhliða því að fara í frekara nám.

„Inga Dóra hefur tilkynnt stjórn Veitna ákvörðun sína og hefur verið ákveðið að auglýsa starf framkvæmdastjóra á næstunni. Að ósk stjórnarinnar mun Inga Dóra gegna starfi framkvæmdastjóra áfram um sinn.

Inga Dóra hóf störf hjá Hitaveitu Reykjavíkur 1996 og var ráðin framkvæmdastjóri Veitna við stofnun fyrirtækisins árið 2014,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,2
14
94.553
SIMINN
1,09
12
320.146
MAREL
1,08
14
155.374
EIM
0,92
7
62.684
GRND
0,9
1
506

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,72
3
6.473
SYN
-0,57
1
1.752
KVIKA
-0,35
2
51.470
SJOVA
0
2
37.100
SKEL
0
1
26.498
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.