Golf

Koepka með afgerandi forystu fyrir lokahringinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Brooks Koepka
Brooks Koepka vísir/getty

Brooks Koepka hélt í sjö högga forystu sína á PGA meistaramótinu í golfi og þarf að misstíga sig all verulega á lokahringnum til þess að vinna mótið ekki annað árið í röð.

Hringur Koepka í dag var sá lang slakasti í mótinu til þessa en hann fór á 70 höggum, eða pari vallarins. Hann er samtals á 12 höggum undir pari í mótinu.

Þrátt fyrir það hélt forskot hans það sama því þeir Adam Scott og Jordan Spieth áttu verri dag heldur en Koepka og fóru á tveimur höggum yfir parið og féllu þar með niður í áttunda sæti.

Jafnir í öðru til fimmta sæti eru Harold Varner, Jazz Janewattananond, Luke List og Dustin Johnson á fimm höggum undir pari.

Skorið í dag var almennt ekki það gott, þeir Varner og Janewattananond áttu bestu hringi dagsins á þremur höggum undir pari.

Norður-Írinn Rory McIlroy var á meðal hástökkvara dagsins en hann fór upp um 31 sæti þrátt fyrir að hafa farið daginn á tveimur höggum yfir pari. Hann er nú jafn í 26. sæti.

Úrslit mótsins ráðast á morgun en útsending frá lokadeginum hefst á Stöð 2 Golf klukkan 18:00.


 
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.