Körfubolti

Bucks jafnaði metin gegn Boston

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir/getty
Kevin Durant fór fyrir Golden State Warriors sem komust 2-0 yfir gegn Houston Rockets í undanúrslitum Vesturdeildar NBA. Milwaukee Bucks jafnaði seríuna við Boston Celtics í Austurdeildinni.

Durant skoraði 29 stig í 115-109 sigri Warriors á heimavelli. Klay Thompson bætti 21 við og Draymond Green 15 stigum og 12 fráköstum.

Eftir fyrsta leik liðanna var mikið rætt um dómgæsluna og stuðningsmenn Warriors bauluðu á James Harden og Chris Paul, sem báðir kvörtuðu yfir dómgæslunni eftir tap Rockets í fyrsta leik.

Harden fékk harða meðferð í nótt, hann fékk högg á bæði augun í leiknum en náði þó að klára leikinn með 29 stig fyrir Rockets.

„Ég gat varla séð. Það er allt óskýrt ennþá en vonandi lagast þetta með tímanum,“ sagði Haren eftir leikinn.

Draymond Green sagði leikinn í nótt hafa verið dæmdan frábærlega. „Þeir leyfðu báðum liðum að taka fast á mönnum en dæmdu það sem þurfti að dæma.“



Milwaukee Bucks tapaði fyrsta undanúrslitaleiknum við Boston Celtics en topplið Austurdeildarinnar sýndi sitt rétta andlit í nótt með 123-102 sigri.

Giannis Antetokounmpo skoraði 29 stig og 10 fráköst. Í leik þar sem Milwaukee setti 20 þriggja stiga körfur átti Khris Middleton sjö, en hann setti samtals 28 stig í leiknum.

Eftir jafnan fyrri hálfleik náði Bucks mest í 31 stigs forystu í seinni hálfleik og vann að lokum mjög öruggan sigur.

Í liði Boston var Marcus Morris stigahæstur með 17 stig, Jaylen Brown setti 16.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×