Handbolti

Gunnar Steinn tryggði Ribe-Esbjerg sigur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gunnar Steinn í leik með íslenska landsliðinu.
Gunnar Steinn í leik með íslenska landsliðinu. vísir/daníel

Gunnar Steinn Jónsson tryggði Ribe-Esbjerg sigurinn á Mors-Thy í fallbarátturiðlinum í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Rúnar Kárason var markahæstur í liði Ribe-Esbjerg.

Fimm neðstu liðin að lokinni deildarkeppninni í dönsku úrvalsdeildinni spila í riðlakeppni þar sem botnliðið fellur úr deildinni.

Síðasta umferðin var spiluð í dag og var Ribe-Esbjerg öruggt með stöðu sína fyrir leikinn, enda búið að vinna alla leikina í riðlinum til þessa.

Leikurinn í dag var þó æsispennandi, þá sérstaklega síðustu mínúturnar. Frederik Tilsted jafnaði leikinn í 24-24 fyrir Mors-Thy þegar 1:02 var eftir af leiknum.

Á lokasekúndunum fengu heimamenn í Ribe-Esbjerg víti, Gunnar Steinn fór á punktinn og skoraði og tryggði heimamönnum þar með sigurinn 25-24.

Þetta var aðeins annað mark Gunnars í leiknum en hann átti fjórar stoðsendingar. Rúnar Kárason var hins vegar markahæstur í liði Ribe-Esbjerg ásamt Kasper Kvist, báðir skoruðu þeir sex mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.