Gunnar Steinn Jónsson tryggði Ribe-Esbjerg sigurinn á Mors-Thy í fallbarátturiðlinum í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Rúnar Kárason var markahæstur í liði Ribe-Esbjerg.
Fimm neðstu liðin að lokinni deildarkeppninni í dönsku úrvalsdeildinni spila í riðlakeppni þar sem botnliðið fellur úr deildinni.
Síðasta umferðin var spiluð í dag og var Ribe-Esbjerg öruggt með stöðu sína fyrir leikinn, enda búið að vinna alla leikina í riðlinum til þessa.
Leikurinn í dag var þó æsispennandi, þá sérstaklega síðustu mínúturnar. Frederik Tilsted jafnaði leikinn í 24-24 fyrir Mors-Thy þegar 1:02 var eftir af leiknum.
Á lokasekúndunum fengu heimamenn í Ribe-Esbjerg víti, Gunnar Steinn fór á punktinn og skoraði og tryggði heimamönnum þar með sigurinn 25-24.
Þetta var aðeins annað mark Gunnars í leiknum en hann átti fjórar stoðsendingar. Rúnar Kárason var hins vegar markahæstur í liði Ribe-Esbjerg ásamt Kasper Kvist, báðir skoruðu þeir sex mörk.
Gunnar Steinn tryggði Ribe-Esbjerg sigur
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

KR lætur þjálfarateymið fjúka
Íslenski boltinn


Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda
Íslenski boltinn

„Bara pæling sem kom frá Caulker“
Fótbolti




„Vorum búnir að vera miklu betri“
Fótbolti

