Rafíþróttir

Bein útsending: Önnur vika Lenovodeildainnar að klárast

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Átta lið keppa í Lenovo-deildinni.
Átta lið keppa í Lenovo-deildinni. Fréttablaðið/ernir

Önnur vika Lenovodeildarinnar rennur sitt skeið í dag en síðastliðinn fimmtudag var leikið í CS:GO. Í dag verður leikið í bæði CS og League of Legends.

Lokadagur viku tvö hefst á viðureign liðanna Kings og Frozt í League of Legends. Klukkustund síðar mætast svo Dusty og Old Dogs í sama leik.

Klukkan 19:30 hefst CS:GO-hluti kvöldsins þegar Hafið mætir Tropadeleet. Klukkan 20:30 hefst svo síðasta viðureign kvöldsins þar sem Dux Bellorum mætir liði KR.

Sýnt verður frá leikjunum í beinni útsendingu á Twitch-síðu Rafíþróttasamtaka Íslands en útsendinguna má einnig sjá hér að neðan.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.