Norðmenn stefna á fjárfestingar í íslenskum vindi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2019 08:34 Zephyr er stórtækt á vindaflsmarkaði í Noregi. Mynd/Zephyr Norska vindorkufyrirtækið Zephyr hefur stofnað dótturfyrirtæki á Íslandi, Zephyr Iceland. Markmiðið er að reisa vindmyllur og vindmyllugarða á Íslandi. Í fréttatilkynningu segir að fyrirtækið hyggist verja „verulegum fjármunum“ til rannsókna á vindaðstæðum á Íslandi svo bjóða megi umhverfisvæna raforku á hagkvæmu og samkeppnishæfu verði. Zephyr er í eigu þriggja norskra vatnsaflsfyrirtækja. Þau eru Glitre Energy, Vardar og Østfold Energy. Þessi þrjú fyrirtæki eru öll í eigu norskra sveitarfélaga og fylkja. Framkvæmdastjóri Zephyr á Íslandi er Ketill Sigurjónsson. Í tilkynningu frá Zephyr á Íslandi segir að móðurfélagið hafi fjárfest fyrir meira en 35 milljarða íslenskra króna í vindafli í Noregi og hefur fyrirtækið þegar reist meira en 300 MW af vindafli þar „Vindurinn á Íslandi, ásamt sveigjanleikanum sem íslenska vatnsaflskerfið býr yfir, skapar Íslandi óvenju gott tækifæri til að nýta vindorku með ennþá hagkvæmari hætti en í flestum öðrum löndum. Samhliða því að íslensk vindorka getur aukið hagsæld á Íslandi, munu verkefni Zephyr Iceland skapa nýjar tekjur fyrir bæði landeigendur og sveitarfélög,“ er haft eftir Olav Rommetveit, forstjóra norska Zephyr og stjórnarformaður Zephyr á Íslandi, í tilkynningu félagsins. Noregur Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Leyfi veitt fyrir vindmöstur í Dölunum Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að reist verði þrjú möstur til rannsókna á vindorku. 31. júlí 2018 19:00 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira
Norska vindorkufyrirtækið Zephyr hefur stofnað dótturfyrirtæki á Íslandi, Zephyr Iceland. Markmiðið er að reisa vindmyllur og vindmyllugarða á Íslandi. Í fréttatilkynningu segir að fyrirtækið hyggist verja „verulegum fjármunum“ til rannsókna á vindaðstæðum á Íslandi svo bjóða megi umhverfisvæna raforku á hagkvæmu og samkeppnishæfu verði. Zephyr er í eigu þriggja norskra vatnsaflsfyrirtækja. Þau eru Glitre Energy, Vardar og Østfold Energy. Þessi þrjú fyrirtæki eru öll í eigu norskra sveitarfélaga og fylkja. Framkvæmdastjóri Zephyr á Íslandi er Ketill Sigurjónsson. Í tilkynningu frá Zephyr á Íslandi segir að móðurfélagið hafi fjárfest fyrir meira en 35 milljarða íslenskra króna í vindafli í Noregi og hefur fyrirtækið þegar reist meira en 300 MW af vindafli þar „Vindurinn á Íslandi, ásamt sveigjanleikanum sem íslenska vatnsaflskerfið býr yfir, skapar Íslandi óvenju gott tækifæri til að nýta vindorku með ennþá hagkvæmari hætti en í flestum öðrum löndum. Samhliða því að íslensk vindorka getur aukið hagsæld á Íslandi, munu verkefni Zephyr Iceland skapa nýjar tekjur fyrir bæði landeigendur og sveitarfélög,“ er haft eftir Olav Rommetveit, forstjóra norska Zephyr og stjórnarformaður Zephyr á Íslandi, í tilkynningu félagsins.
Noregur Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Leyfi veitt fyrir vindmöstur í Dölunum Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að reist verði þrjú möstur til rannsókna á vindorku. 31. júlí 2018 19:00 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira
Leyfi veitt fyrir vindmöstur í Dölunum Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að reist verði þrjú möstur til rannsókna á vindorku. 31. júlí 2018 19:00