Viðskipti innlent

Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sigríður Benediktsdóttir er hagfræðingur við Yale.
Sigríður Benediktsdóttir er hagfræðingur við Yale.

Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. Ráðgert er að endanleg niðurstaða hæfnisnefndar liggi fyrir eigi síðar en 15. júní.

Á vef Stjórnarráðsins er greint frá því að í hæfnisnefndinni séu þrír einstaklingar, tvær konur og einn karl.

Um er að ræða þau Eyjólf Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri og Þórunni Guðmundsdóttur, hæstarlögmann og varaformann bankaráðs, auk fyrrnefndrar Sigríðar. Eyjólfur er tilnefndur til nefndarsetunnar af samstarfsnefnd háskólastigsins, Þórunn af bankaráði Seðlabankans en Sigríður er skipuð án tilnefningar.

Sigríður hefur meðal annars setið í bankaráði Landsbankans og stýrði fjármálastöðugleikasviði Seðlabankans frá 2011 til 2016. Sigríður var auk þess í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið árið 2008 og þá átti hún sæti í kerfisáhætturáði Danmerkur á árunum 2013 til 2016. 

Sem fyrr segir sóttu 16 einstaklingar um embætti seðlabankastjóra. Þau eru:
Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra
Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands
Ásgeir Brynjar Torfason, lektor við Háskóla Íslands
Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra
Gunnar Haraldsson, hagfræðingur
Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur
Gylfi Magnússon, dósent
Hannes Jóhannsson, hagfræðingur
Jón Daníelsson, prófessor
Jón G. Jónsson, forstjóri bankasýslu ríkisins
Katrín Ólafsdóttir, lektor
Salvör Sigríður Jónsdóttir, nemi
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri
Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar í Seðlabanka Íslands
Vilhjálmur Bjarnason, lektor
Þorsteinn Þorgeirsson, sérstakur ráðgjafi á skrifstofu seðlabankastjóra


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.