Áliðnaðurinn þarf umhverfi til að vaxa Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 8. maí 2019 09:00 Frá álverinu í Straumsvík. fréttablaðið/ernir Það er ekki sjálfsagt að álver á Íslandi haldi samkeppnishæfni, ekki frekar en aðrar atvinnugreinar. Það segir sína sögu að álframleiðsla í Evrópu hefur dregist saman um þriðjung frá árinu 2007 og má nefna að öll álframleiðsla hefur lagst af á Ítalíu sem áður framleiddi 3 milljónir tonna eða rúmlega þrisvar sinnum meira en Ísland,“ segir Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, í samtali við Markaðinn. Hann ræðir stöðu og horfur í íslenskum áliðnaði á ársfundi Samáls, sem haldinn verður í Hörpu í fyrramálið undir yfirskriftinni Álið er hluti af lausninni. Þar verða meðal annars loftslagsmál í brennidepli og verðmætasköpun álframleiðslu í hálfa öld á Íslandi. „Heildarmyndin er sú að áliðnaður er að vaxa á svæðum þar sem orkan er ódýrari en er því miður ekki framleidd með umhverfisvænum hætti. Ef Ísland ætlar að standast samanburð þurfum við að huga að samkeppnishæfni iðnaðarins.“ Á síðasta ári framleiddu Kínverjar um 56 prósent af því áli sem framleitt var í heiminum og er framleiðslan að mestu drifin af kolum. Kínverjar hafa aldrei áður flutt jafn mikið út af áli og árið 2018, eða um 5,7 milljónir tonna, og hefur það meðal annars haft áhrif á þróun álverðs að sögn Magnúsar. Í skýrslu OECD sem gefin var út í janúar kemur fram að álframleiðsla njóti umtalsverðra ríkisstyrkja eða ívilnana í mörgum samkeppnislöndum eins og Kína, Mið-Austurlöndum, Kanada og Noregi. Þá nefnir Magnús að verð á losunarheimildum í ETS-kerfi Evrópusambandsins hafi margfaldast á tæpum tveimur árum og hækkað úr um það bil 6,50 evrum á hvert tonn árið 2017 og í um 25 evrur í dag. Það sé áskorun fyrir álver á Íslandi að mæta þessum álögum, en álframleiðsla utan EES-svæðisins þurfi ekki að standa undir sambærilegum kostnaði, þrátt fyrir að orkumynstrið sé mun óhagstæðara og losunin því mun meiri. Engin leið sé til að velta kostnaðinum út í verðið þar sem álverð ráðist á heimsmarkaði. „Í samkeppnislöndum eins og Noregi er þessi kostnaður niðurgreiddur. Áliðnaður á Íslandi verður að hafa einhvers konar samkeppnisforskot vegna þess að kostnaður skiptir gríðarlega miklu máli í þessum geira.“ Spurður hvernig auka megi samkeppnishæfni íslensks áliðnaðar segir Magnús að álfyrirtækin þurfi að huga að nýsköpun í framleiðsluaðferðum en stjórnvöld að viðskiptaumhverfinu. „Orkuverð og flutningur á raforku þarf að vera á samkeppnishæfu verði þannig að það sé aðlaðandi kostur að fjárfesta á Íslandi. Þróunin er í þá átt að allar rekstrareiningar verða stærri og hagkvæmari. Álverin sem verið er að byggja í Kína og Miðausturlöndum eru umtalsvert stærri en álverin á Íslandi,“ segir Magnús og nefnir að þegar ÍSAL var stofnað fyrir 50 árum hafi framleiðslugeta þess fyrirtækis verið 33 þúsund tonn af áli á ári. Í dag væri þannig eining ekki samkeppnishæf. „Til þess að standast samkeppni þurfum við að vaxa en þá þarf viðskiptaumhverfið að styðja við þá þróun, þannig að það sé góður kostur að fjárfesta á Íslandi. Að öðrum kosti leitar sú fjárfesting annað. Orkuverð og orkuflutningar verða að vera samanburðarhæfir við það besta sem þekkist.“Öfugsnúin þróunMeirihluti losunargróðurhúsalofttegunda af álframleiðslu á heimsvísu er vegna raforkuframleiðslu, eða um 80 prósent. Árið 2000 var um helmingur áls í heiminum framleiddur með vatnsafli og kjarnorku en í dag eru yfir 70 prósent af álframleiðslu knúin með kolum eða gasi. „Það er breyting til hins verra og meðal annars afleiðing kolefnisleka sem ég hef áður minnst á, þar sem álframleiðsla hefur verið að flytjast frá Evrópu til ríkja á borð við Kína, þar sem um 90 prósent af álframleiðslunni eru koladrifin og losunin því allt að tífalt meiri,“ segir Magnús. „Áhrifaríkasta leiðin til að draga úr gróðurhúsalosun í álframleiðslu er að nota endurnýjanlega orku í stað jarðefnaeldsneytis. Ef ál væri ekki framleitt á Íslandi myndi framleiðsla þess flytjast annað. Slíkt myndi auka gróðurhúsalosun heimsins um 7 til 10 milljónir tonna á ári en til samanburðar er losun Íslands í heild metin innan við 5 milljón tonn.“ Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Það er ekki sjálfsagt að álver á Íslandi haldi samkeppnishæfni, ekki frekar en aðrar atvinnugreinar. Það segir sína sögu að álframleiðsla í Evrópu hefur dregist saman um þriðjung frá árinu 2007 og má nefna að öll álframleiðsla hefur lagst af á Ítalíu sem áður framleiddi 3 milljónir tonna eða rúmlega þrisvar sinnum meira en Ísland,“ segir Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, í samtali við Markaðinn. Hann ræðir stöðu og horfur í íslenskum áliðnaði á ársfundi Samáls, sem haldinn verður í Hörpu í fyrramálið undir yfirskriftinni Álið er hluti af lausninni. Þar verða meðal annars loftslagsmál í brennidepli og verðmætasköpun álframleiðslu í hálfa öld á Íslandi. „Heildarmyndin er sú að áliðnaður er að vaxa á svæðum þar sem orkan er ódýrari en er því miður ekki framleidd með umhverfisvænum hætti. Ef Ísland ætlar að standast samanburð þurfum við að huga að samkeppnishæfni iðnaðarins.“ Á síðasta ári framleiddu Kínverjar um 56 prósent af því áli sem framleitt var í heiminum og er framleiðslan að mestu drifin af kolum. Kínverjar hafa aldrei áður flutt jafn mikið út af áli og árið 2018, eða um 5,7 milljónir tonna, og hefur það meðal annars haft áhrif á þróun álverðs að sögn Magnúsar. Í skýrslu OECD sem gefin var út í janúar kemur fram að álframleiðsla njóti umtalsverðra ríkisstyrkja eða ívilnana í mörgum samkeppnislöndum eins og Kína, Mið-Austurlöndum, Kanada og Noregi. Þá nefnir Magnús að verð á losunarheimildum í ETS-kerfi Evrópusambandsins hafi margfaldast á tæpum tveimur árum og hækkað úr um það bil 6,50 evrum á hvert tonn árið 2017 og í um 25 evrur í dag. Það sé áskorun fyrir álver á Íslandi að mæta þessum álögum, en álframleiðsla utan EES-svæðisins þurfi ekki að standa undir sambærilegum kostnaði, þrátt fyrir að orkumynstrið sé mun óhagstæðara og losunin því mun meiri. Engin leið sé til að velta kostnaðinum út í verðið þar sem álverð ráðist á heimsmarkaði. „Í samkeppnislöndum eins og Noregi er þessi kostnaður niðurgreiddur. Áliðnaður á Íslandi verður að hafa einhvers konar samkeppnisforskot vegna þess að kostnaður skiptir gríðarlega miklu máli í þessum geira.“ Spurður hvernig auka megi samkeppnishæfni íslensks áliðnaðar segir Magnús að álfyrirtækin þurfi að huga að nýsköpun í framleiðsluaðferðum en stjórnvöld að viðskiptaumhverfinu. „Orkuverð og flutningur á raforku þarf að vera á samkeppnishæfu verði þannig að það sé aðlaðandi kostur að fjárfesta á Íslandi. Þróunin er í þá átt að allar rekstrareiningar verða stærri og hagkvæmari. Álverin sem verið er að byggja í Kína og Miðausturlöndum eru umtalsvert stærri en álverin á Íslandi,“ segir Magnús og nefnir að þegar ÍSAL var stofnað fyrir 50 árum hafi framleiðslugeta þess fyrirtækis verið 33 þúsund tonn af áli á ári. Í dag væri þannig eining ekki samkeppnishæf. „Til þess að standast samkeppni þurfum við að vaxa en þá þarf viðskiptaumhverfið að styðja við þá þróun, þannig að það sé góður kostur að fjárfesta á Íslandi. Að öðrum kosti leitar sú fjárfesting annað. Orkuverð og orkuflutningar verða að vera samanburðarhæfir við það besta sem þekkist.“Öfugsnúin þróunMeirihluti losunargróðurhúsalofttegunda af álframleiðslu á heimsvísu er vegna raforkuframleiðslu, eða um 80 prósent. Árið 2000 var um helmingur áls í heiminum framleiddur með vatnsafli og kjarnorku en í dag eru yfir 70 prósent af álframleiðslu knúin með kolum eða gasi. „Það er breyting til hins verra og meðal annars afleiðing kolefnisleka sem ég hef áður minnst á, þar sem álframleiðsla hefur verið að flytjast frá Evrópu til ríkja á borð við Kína, þar sem um 90 prósent af álframleiðslunni eru koladrifin og losunin því allt að tífalt meiri,“ segir Magnús. „Áhrifaríkasta leiðin til að draga úr gróðurhúsalosun í álframleiðslu er að nota endurnýjanlega orku í stað jarðefnaeldsneytis. Ef ál væri ekki framleitt á Íslandi myndi framleiðsla þess flytjast annað. Slíkt myndi auka gróðurhúsalosun heimsins um 7 til 10 milljónir tonna á ári en til samanburðar er losun Íslands í heild metin innan við 5 milljón tonn.“
Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent