Borgin slapp vel frá kjaradeilunni Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 8. maí 2019 07:00 Kjarasamningar hafa verið gerðir fyrir næstum níu af hverjum tíu starfsmanna á almennum vinnumarkaði til fjögurra ára. Þessir löngu samningar skapa skilyrði fyrir atvinnulífið til að búa sig undir áskoranir sem fram undan eru. Góð lending miðað við aðstæður á vinnumarkaði enda var Lífskjarasamningurinn svonefndi samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atvinnurekenda. Það var nauðsynlegt að eyða óvissunni. Hins vegar er ljóst að verulegar hækkanir á lægstu launum munu þyngja róðurinn, sérstaklega hjá þeim fyrirtækjum sem starfa í vinnuaflsfrekum geirum eins og ferðaþjónustu og smásölu. Fyrirtækin munu þurfa að bera mikinn kostnað af þeim aðstæðum sem sköpuðust á vinnumarkaði. Hvernig gátu þessar aðstæður skapast? Á einu lengsta hagvaxtarskeiði Íslandssögunnar féll sósíalísk orðræða, sem etur saman verkafólki og fjármagnseigendum, í frjóan jarðveg og formaður Eflingar talaði um „vopnahlé“ eftir undirritun samninganna. Byltingarmóðurinn er ekki runninn af forystu Eflingar þó að samningarnir séu frágengnir. Spjótin beindust að atvinnurekendum en það er varla hægt að kenna þeim um uppgang byltingarsinna innan verkalýðshreyfingarinnar enda hafa laun á almennum vinnumarkaði hækkað verulega á síðustu árum. Nei, við þurfum að horfa til ríkisstjórnarinnar og borgaryfirvalda. Bættur fjárhagur ríkissjóðs á síðustu árum var ekki nýttur til að lækka skattbyrði fólks í nægilega miklum mæli. Auk þess klúðraði ríkisstjórnin dauðafæri til að skapa meiri ró á vinnumarkaði þegar hún ákvað að hreyfa ekki við ákvörðunum kjararáðs. Launahækkanir háttsettra embættismanna voru dýru verði keyptar. En ríkisstjórnin var þó dregin að borðinu og lagði sitt af mörkum til að samningar næðust. Það sama gildir ekki um Reykjavíkurborg. Óhætt er að segja að húsnæðismál hafi verið eitt stærsta málefnið í kjaradeilunni þar sem hækkanir á húsnæðisverði og leiguverði hafa vegið til móts við launahækkanir. Kjarabót síðustu ára varð ekki jafnmikil og hún hefði getað orðið. Það skrifast að miklu leyti á borgina. Þó að borgaryfirvöld hafi með aðgerðaleysi sínu búið til frjóan jarðveg fyrir sósíalíska verkalýðsforystu þurfa þau ekki að bera kostnaðinn. Eftir miklar hækkanir á húsnæðisleigu þurfa fyrirtækin að hækka lægstu laun enn meira svo að fólk geti framfleytt sér og sínum. Aðkoma Reykjavíkurborgar að kjarasamningunum er einungis sú að hefja skipulagningu Keldnalands í samvinnu við ríkið. Borgin sleppur vel en atvinnulífið ber kostnaðinn. Því ber að halda til haga svo að þessi atburðarás endurtaki sig ekki á næstu fjórum árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Kjarasamningar hafa verið gerðir fyrir næstum níu af hverjum tíu starfsmanna á almennum vinnumarkaði til fjögurra ára. Þessir löngu samningar skapa skilyrði fyrir atvinnulífið til að búa sig undir áskoranir sem fram undan eru. Góð lending miðað við aðstæður á vinnumarkaði enda var Lífskjarasamningurinn svonefndi samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atvinnurekenda. Það var nauðsynlegt að eyða óvissunni. Hins vegar er ljóst að verulegar hækkanir á lægstu launum munu þyngja róðurinn, sérstaklega hjá þeim fyrirtækjum sem starfa í vinnuaflsfrekum geirum eins og ferðaþjónustu og smásölu. Fyrirtækin munu þurfa að bera mikinn kostnað af þeim aðstæðum sem sköpuðust á vinnumarkaði. Hvernig gátu þessar aðstæður skapast? Á einu lengsta hagvaxtarskeiði Íslandssögunnar féll sósíalísk orðræða, sem etur saman verkafólki og fjármagnseigendum, í frjóan jarðveg og formaður Eflingar talaði um „vopnahlé“ eftir undirritun samninganna. Byltingarmóðurinn er ekki runninn af forystu Eflingar þó að samningarnir séu frágengnir. Spjótin beindust að atvinnurekendum en það er varla hægt að kenna þeim um uppgang byltingarsinna innan verkalýðshreyfingarinnar enda hafa laun á almennum vinnumarkaði hækkað verulega á síðustu árum. Nei, við þurfum að horfa til ríkisstjórnarinnar og borgaryfirvalda. Bættur fjárhagur ríkissjóðs á síðustu árum var ekki nýttur til að lækka skattbyrði fólks í nægilega miklum mæli. Auk þess klúðraði ríkisstjórnin dauðafæri til að skapa meiri ró á vinnumarkaði þegar hún ákvað að hreyfa ekki við ákvörðunum kjararáðs. Launahækkanir háttsettra embættismanna voru dýru verði keyptar. En ríkisstjórnin var þó dregin að borðinu og lagði sitt af mörkum til að samningar næðust. Það sama gildir ekki um Reykjavíkurborg. Óhætt er að segja að húsnæðismál hafi verið eitt stærsta málefnið í kjaradeilunni þar sem hækkanir á húsnæðisverði og leiguverði hafa vegið til móts við launahækkanir. Kjarabót síðustu ára varð ekki jafnmikil og hún hefði getað orðið. Það skrifast að miklu leyti á borgina. Þó að borgaryfirvöld hafi með aðgerðaleysi sínu búið til frjóan jarðveg fyrir sósíalíska verkalýðsforystu þurfa þau ekki að bera kostnaðinn. Eftir miklar hækkanir á húsnæðisleigu þurfa fyrirtækin að hækka lægstu laun enn meira svo að fólk geti framfleytt sér og sínum. Aðkoma Reykjavíkurborgar að kjarasamningunum er einungis sú að hefja skipulagningu Keldnalands í samvinnu við ríkið. Borgin sleppur vel en atvinnulífið ber kostnaðinn. Því ber að halda til haga svo að þessi atburðarás endurtaki sig ekki á næstu fjórum árum.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar