Körfubolti

Westbrook og George fóru báðir í aðgerð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Westbrook og George.
Westbrook og George. vísir/getty

Báðar ofurstjörnur Oklahoma City Thunder, Russell Westbrook og Paul George, lögðust undir hnífinn eftir að Thunder féll úr leik í NBA-deildinni.

Westbrook þurfti að láta laga vinstri hendina og annað hnéð. Hann á að verða tilbúinn er undirbúningstímabilið hefst.

Aðgerð George var aðeins stærri og er fastlega búist við því að hann missi af upphafi undirbúningstímabilsins. Hann verður þó klár í bátana er deildin rúllar af stað á nýjan leik.

Axlarmeiðsli George voru mikið að plaga hann síðustu tvo mánuði tímabilsins en hann ætti að mæta eins og nýsleginn túskildingur í næsta leik.

George var með 28,7 stig að meðaltali í leik í vetur en Westbrook var með 22,8 stig, 10,6 stoðsendingar og 9 fráköst að meðaltali í leik þennan veturinn.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.