Körfubolti

Kerr elskar Liverpool og vitnaði í Klopp | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Steve Kerr ásamt Steph Curry.
Steve Kerr ásamt Steph Curry. vísir/getty

Steve Kerr, þjálfari NBA-meistara Golden State, sá enga aðra leið til þess að lýsa sigri sinna manna gegn Houston í nótt en með því að nota orð Jürgen Klopp, stjóra Liverpool.

Kerr er augljóslega harður stuðningsmaður Liverpool og missti svo sannarlega ekki af ævintýralegum sigri liðsins á Barcelona í Meistaradeildinni. Hann henti í þetta tíst hér að neðan beint eftir leik.Svo virðist vera sem Kerr fái innblástur frá Klopp því hann ákvað að nota orð Klopp frá leiknum gegn Barcelona til þess að lýsa sínu eigin liði. Sjá má ummælin hér að neðan.Hann þurfti reyndar að nota F-orðið og bað mömmu sína afsökunar á því. Golden State er nú í góðri stöðu gegn Houston en missti Kevin Durant í meiðsli og því gæti enn allt gerst.

NBA

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.