Þekkjum einkenni krabbameina Halla Þorvaldsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Þrátt fyrir stórbætta vísindalega þekkingu á krabbameinum og skilning sem skilað hefur miklum framförum í greiningu og meðferð fjölgar þeim enn sem fá krabbamein. Það stafar fyrst og fremst af hækkuðum aldri þjóðarinnar. Fleiri og fleiri læknast þó af krabbameini eða lifa með það sem langvinnan sjúkdóm. Einn af hverjum þremur fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni en rannsóknir sýna að draga má úr líkunum með heilsusamlegum lífsháttum. Þeir sem nota ekki tóbak, fylgja ráðleggingum um heilsusamlega fæðu, stunda reglulega líkamshreyfingu, takmarka neyslu áfengra drykkja og fylgja ráðleggingum um sólarvarnir eru í minni hættu á að fá krabbamein. Þannig er talið að hægt sé að koma veg fyrir meira en þriðjung allra krabbameinstilfella. Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn er í dag, 4. febrúar. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á þeim vanda sem fylgir krabbameinum og hvetja til umbóta og eflingar á sviði forvarna, greiningar og meðferðar gegn krabbameinum. Krabbameinsfélög út um allan heim hafa sameinast í þriggja ára herferð sem gengur út á að fækka krabbameinstilvikum. Markmiðið er að uppfræða og vekja athygli á því að hver og einn einstaklingur getur haft áhrif, bæði fyrir sig og þá sem standa honum nærri en einnig út á við í samfélaginu. Miklu máli skiptir að greina krabbamein sem fyrst. Oftast er því þannig farið að því fyrr sem hægt er að hefja meðferð því meiri árangur ber hún. Því skiptir miklu máli að fólk þekki þau einkenni sem geta verið vísbending um krabbamein og bregðist fljótt við þeim. Fólk ætti að temja sér að vera vakandi fyrir líkama sínum til að taka eftir breytingum. Sérstaklega ætti að veita athygli breytingum eða einkennum sem eru langvarandi og ef ekki er ljóst hver orsökin er. Meðal helstu einkenna sem fólk ætti að vera vakandi fyrir eru sár sem ekki gróa, þykkildi og hnútar víða í líkamanum, óútskýrt þyngdartap, breytingar á hægðum eða þvaglátum, óvenjulegar blæðingar, þrálátur hósti, hæsi eða kyngingarörðugleikar. Einnig ætti að bregðast við breytingum á fæðingarblettum, óvenjulegri þreytu sem ekki minnkar við hvíld og viðvarandi verkjum sem eiga sér óljósar orsakir. Öll einkennin geta stafað af öðru en krabbameini en mikilvægt er að fá úr því skorið hjá lækni. Slagorð alþjóðlegu herferðarinnar er: „Ég er… og ég ætla…“ þar sem hverjum fyrir sig gefst færi á að lýsa sinni leið til að vinna gegn krabbameinum. Nánari upplýsingar er að finna á krabb.is. Ég er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands og ég ætla að tala fyrir auknum forvörnum gegn krabbameinum hvar og hvenær sem færi gefst. Vertu með!Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir stórbætta vísindalega þekkingu á krabbameinum og skilning sem skilað hefur miklum framförum í greiningu og meðferð fjölgar þeim enn sem fá krabbamein. Það stafar fyrst og fremst af hækkuðum aldri þjóðarinnar. Fleiri og fleiri læknast þó af krabbameini eða lifa með það sem langvinnan sjúkdóm. Einn af hverjum þremur fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni en rannsóknir sýna að draga má úr líkunum með heilsusamlegum lífsháttum. Þeir sem nota ekki tóbak, fylgja ráðleggingum um heilsusamlega fæðu, stunda reglulega líkamshreyfingu, takmarka neyslu áfengra drykkja og fylgja ráðleggingum um sólarvarnir eru í minni hættu á að fá krabbamein. Þannig er talið að hægt sé að koma veg fyrir meira en þriðjung allra krabbameinstilfella. Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn er í dag, 4. febrúar. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á þeim vanda sem fylgir krabbameinum og hvetja til umbóta og eflingar á sviði forvarna, greiningar og meðferðar gegn krabbameinum. Krabbameinsfélög út um allan heim hafa sameinast í þriggja ára herferð sem gengur út á að fækka krabbameinstilvikum. Markmiðið er að uppfræða og vekja athygli á því að hver og einn einstaklingur getur haft áhrif, bæði fyrir sig og þá sem standa honum nærri en einnig út á við í samfélaginu. Miklu máli skiptir að greina krabbamein sem fyrst. Oftast er því þannig farið að því fyrr sem hægt er að hefja meðferð því meiri árangur ber hún. Því skiptir miklu máli að fólk þekki þau einkenni sem geta verið vísbending um krabbamein og bregðist fljótt við þeim. Fólk ætti að temja sér að vera vakandi fyrir líkama sínum til að taka eftir breytingum. Sérstaklega ætti að veita athygli breytingum eða einkennum sem eru langvarandi og ef ekki er ljóst hver orsökin er. Meðal helstu einkenna sem fólk ætti að vera vakandi fyrir eru sár sem ekki gróa, þykkildi og hnútar víða í líkamanum, óútskýrt þyngdartap, breytingar á hægðum eða þvaglátum, óvenjulegar blæðingar, þrálátur hósti, hæsi eða kyngingarörðugleikar. Einnig ætti að bregðast við breytingum á fæðingarblettum, óvenjulegri þreytu sem ekki minnkar við hvíld og viðvarandi verkjum sem eiga sér óljósar orsakir. Öll einkennin geta stafað af öðru en krabbameini en mikilvægt er að fá úr því skorið hjá lækni. Slagorð alþjóðlegu herferðarinnar er: „Ég er… og ég ætla…“ þar sem hverjum fyrir sig gefst færi á að lýsa sinni leið til að vinna gegn krabbameinum. Nánari upplýsingar er að finna á krabb.is. Ég er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands og ég ætla að tala fyrir auknum forvörnum gegn krabbameinum hvar og hvenær sem færi gefst. Vertu með!Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun