Höfundurinn Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. apríl 2019 07:00 Allir þeir einstaklingar sem lesa sér til ánægju þekkja þá tilfinningu að hrífast af bók og fyllast um leið forvitni um höfund hennar. Þetta er tilfinning sem Holden Caulfield, hin unga aðalpersóna í þeirri ástsælu skáldsögu Bjargvættinum í grasinu eftir J.D. Salinger, orðar svo vel: „Bækur sem ég fæ tilfelli út af eru bækur sem eru þannig að þegar maður er búinn að lesa þær þá vildi maður að höfundurinn væri ógurlega mikill vinur manns og maður gæti hringt í hann hvenær sem maður vildi.“ Það var einmitt þessi tilfinning sem gerði vart við sig meðal íslenskra bókmenntaunnenda árið 2003 þegar japanski rithöfundurinn Haruki Murakami var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Troðfullt var á dagskrá með honum í Norræna húsinu og í Háskóla Íslands og lesendur hans létu spurningum rigna yfir hann og löng röð myndaðist þegar hann áritaði bækur sínar. Bókmenntahátíð í Reykjavík sem sett verður formlega í dag, miðvikudaginn 24, apríl, gefur íslenskum lesendum einmitt færi á að komast í nánd við rithöfunda víðs vegar að úr heiminum. Enginn þeirra er stórstjarna á við hinn ástsæla Murakami enda á sá góði rithöfundur fáa sína líka í samtímanum, en þarna eru á ferð merkir rithöfundar sem eiga erindi við lesendur. Bækur eftir flesta erlendu höfundanna hafa verið þýddar á íslensku og hrifið fjölmarga lesendur sem fagna því að fá þá til landsins. Það er einmitt vegna þessarar hátíðar, sem haldin hefur verið í áratugi, sem fjöldi þýðinga úr erlendum málum á íslensku hefur litið dagsins ljós. Þýðingar sem annars hefðu alls ekki allar komið út. Margt og mikið hefur verið rætt og ritað um minnkandi bóklestur. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að bókelskt fólk gefur hvergi eftir þegar kemur að því að gera veg bókarinnar sem mestan og stærstan. Hópur þeirra bókelsku má þó alltaf vera stærri og helsta ráðið til að gera hann sem öflugastan er að fá æsku landsins til liðs við sig. Þessu hafa forráðamenn Bókmenntahátíðar í Reykjavík hugað að en nú er í annað sinn sérstök barnabókadagskrá á hátíðinni. Slík dagskrá mætti þó vera enn fyrirferðarmeiri. Börn eru áhugasamir lesendur og það á að gera vel við þau. Stundum er auðvelt að fá það á tilfinninguna að bókmenntaheimurinn sé aðallega hannaður fyrir þá fullorðnu og um leið er eins og barna- og unglingahöfundar séu settir skör lægra en þeir sem skrifa fyrir fullorðna, nema viðkomandi höfundar heiti J.K. Rowling og Philip Pullman. Barna- og unglingabókahöfundar mega ekki gleymast, þeir eru að vinna einstaklega mikilvægt starf og engir gera sér betur grein fyrir því en ungir og ástríðufullir lesendur þeirra. Á hátíðinni í ár verða í fyrsta sinn veitt Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness og falla í skaut virtum erlendum rithöfundi. Verðlaunin eru tengd Bókmenntahátíð í Reykjavík og til þess fallin að auka enn veg hennar og virðingu og minna á hversu mikið við eigum höfundum bóka að þakka. Gleðilega bókmenntahátíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntahátíð Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Sjá meira
Allir þeir einstaklingar sem lesa sér til ánægju þekkja þá tilfinningu að hrífast af bók og fyllast um leið forvitni um höfund hennar. Þetta er tilfinning sem Holden Caulfield, hin unga aðalpersóna í þeirri ástsælu skáldsögu Bjargvættinum í grasinu eftir J.D. Salinger, orðar svo vel: „Bækur sem ég fæ tilfelli út af eru bækur sem eru þannig að þegar maður er búinn að lesa þær þá vildi maður að höfundurinn væri ógurlega mikill vinur manns og maður gæti hringt í hann hvenær sem maður vildi.“ Það var einmitt þessi tilfinning sem gerði vart við sig meðal íslenskra bókmenntaunnenda árið 2003 þegar japanski rithöfundurinn Haruki Murakami var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Troðfullt var á dagskrá með honum í Norræna húsinu og í Háskóla Íslands og lesendur hans létu spurningum rigna yfir hann og löng röð myndaðist þegar hann áritaði bækur sínar. Bókmenntahátíð í Reykjavík sem sett verður formlega í dag, miðvikudaginn 24, apríl, gefur íslenskum lesendum einmitt færi á að komast í nánd við rithöfunda víðs vegar að úr heiminum. Enginn þeirra er stórstjarna á við hinn ástsæla Murakami enda á sá góði rithöfundur fáa sína líka í samtímanum, en þarna eru á ferð merkir rithöfundar sem eiga erindi við lesendur. Bækur eftir flesta erlendu höfundanna hafa verið þýddar á íslensku og hrifið fjölmarga lesendur sem fagna því að fá þá til landsins. Það er einmitt vegna þessarar hátíðar, sem haldin hefur verið í áratugi, sem fjöldi þýðinga úr erlendum málum á íslensku hefur litið dagsins ljós. Þýðingar sem annars hefðu alls ekki allar komið út. Margt og mikið hefur verið rætt og ritað um minnkandi bóklestur. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að bókelskt fólk gefur hvergi eftir þegar kemur að því að gera veg bókarinnar sem mestan og stærstan. Hópur þeirra bókelsku má þó alltaf vera stærri og helsta ráðið til að gera hann sem öflugastan er að fá æsku landsins til liðs við sig. Þessu hafa forráðamenn Bókmenntahátíðar í Reykjavík hugað að en nú er í annað sinn sérstök barnabókadagskrá á hátíðinni. Slík dagskrá mætti þó vera enn fyrirferðarmeiri. Börn eru áhugasamir lesendur og það á að gera vel við þau. Stundum er auðvelt að fá það á tilfinninguna að bókmenntaheimurinn sé aðallega hannaður fyrir þá fullorðnu og um leið er eins og barna- og unglingahöfundar séu settir skör lægra en þeir sem skrifa fyrir fullorðna, nema viðkomandi höfundar heiti J.K. Rowling og Philip Pullman. Barna- og unglingabókahöfundar mega ekki gleymast, þeir eru að vinna einstaklega mikilvægt starf og engir gera sér betur grein fyrir því en ungir og ástríðufullir lesendur þeirra. Á hátíðinni í ár verða í fyrsta sinn veitt Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness og falla í skaut virtum erlendum rithöfundi. Verðlaunin eru tengd Bókmenntahátíð í Reykjavík og til þess fallin að auka enn veg hennar og virðingu og minna á hversu mikið við eigum höfundum bóka að þakka. Gleðilega bókmenntahátíð!
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun