Viðskipti innlent

200 milljóna króna gjaldþrot byggingaverktaka

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kísilveri United Silicon var lokað í september 2017. Nova Buildings var undirverktaki hjá Íslenskum aðalverktökum við bygginguna.
Kísilveri United Silicon var lokað í september 2017. Nova Buildings var undirverktaki hjá Íslenskum aðalverktökum við bygginguna. Fréttablaðið/Eyþór

Skiptum í þrotabú byggingaverktakans Nova Buildings ehf lauk þann 16. apríl. Lýstum kröfum í búið námu 195 milljónum króna samanlagt en 97 milljónir króna voru samþykktar við skiptameðferðina.

Tæplega fjórar milljónir króna fengust greiddar upp í almennar kröfur í búið og 600 þúsund krónur í forgangskröfur.

Fyrirtækið sérhæfði sig í stálgrindarhúsum og komst í fréttirnar í árslok 2016 eftir að það hafði verið úrskurðað gjaldþrota. Nova Buildings var undirverktaki hjá United Silicon annars vegar og Íslenskum aðalverktökum hins vegar við byggingu kísilversins í Helguvík.

Stóð Nova Buildings í deilum við United Silicon sem vildi ekki afhenda fyrirtækinu þakefni sem kom til landsins í sömu sendingu og hluti stálgrindar kísilversins. Fjallað var um deilurnar í DV á sínum tíma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
1,95
13
154.180
KVIKA
0,79
3
26.427
SIMINN
0,56
3
33.788
MAREL
0,54
25
675.501
SKEL
0,25
3
5.182

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-2,88
17
153.220
SJOVA
-2,54
8
107.416
TM
-2,48
6
95.263
VIS
-2,35
1
12.050
ICEAIR
-1,32
38
108.834
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.