Viðskipti innlent

Launakostnaður Símans aukist um 115 milljónir

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Orri Hauksson, forstjóri Símans. Fréttablaðið/Pjetur
Launakostnaður Símans mun hækka um 115 milljónir króna á árinu, að því gefnu að í kjarasamningum verði samið um krónutöluhækkanir í stað prósenta og á svipuðum nótum og nýgerðir kjarasamningar. Þetta er mat Hagfræðideildar Landsbankans og birtist í afkomuspá.

Stjórnendur Símans hafa gefið það út að brugðist verði við hækkunum með auknum hagræðingaraðgerðum með það að markmiði að halda launakostnaði í svipaðri krónutölu milli ára. Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að það takist að mestu hjá fyrirtækinu.

Að sama skapi ráðgera greinendur bankans að launakostnaður Sýnar muni aukast um 90 milljónir króna á árinu miðað við 550 starfsmenn í kjölfar nýrra kjarasamninga en slá sama varnagla og við spána varðandi Símann. 


Tengdar fréttir

Erlendir sjóðir seldu fyrir nærri milljarð í Símanum

Erlendir fjárfestingarsjóðir í hluthafahópi Símans hafa selt samanlagt um 2,4 prósenta hlut, jafnvirði um 900 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, í fjarskiptafyrirtækinu frá síðustu mánaðamótum.

Nova og Sýn sýknuð af kröfum Símans

Nova, Samkeppniseftirlitið, Sýn og Sendafélagið voru í morgun sýknuð af stefnu Símans í máli sem snerist að aðgerð Nova og Sýnar til að samnýta tíðiniheimildir félaganna í sérstöku rekstrarfélagi, fyrrnefndur Sendafélagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×