Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. apríl 2019 10:00 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. „Ég held að þetta sé mjög mikið styrkleikamerki fyrir félagið að fá inn svona sjóð sem fjárfesti,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Hluthafafundur samþykkti í gær rúmlega 5,6 milljarða hlutafjáraukningu í tengslum við kaup bandaríska fjárfestasjóðsins PAR Capital á um 11 prósenta hlut í félaginu. „Við teljum að langtímahorfur félagsins séu mjög sterkar og líka Íslands sem ferðamannalands.“ Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. „Það er mjög gott fyrir hluthafahópinn að fá þessa reynslu og þekkingu inn. Við erum mjög ánægð með þetta. Þetta var samþykkt einróma á fundinum,“ segir Bogi Nils. Hann segir að Icelandair hafi verið í samskiptum við aðila frá sjóðnum í nokkur ár og átt fundi þar sem farið var yfir stöðuna. „Svo gerðist þetta í rauninni mjög hratt í byrjun apríl að gengið var frá þessum samningi sem hluthafar hafa svo samþykkt nú.“ Félagið hafi verið að leitast við að styrkja efnahagsreikninginn svo það sé betur í stakk búið til að vaxa og dafna. „Við vitum að flugrekstur er sveiflukenndur og við þurfum að stilla efnahagsreikninginn miðað við það.“ Þrátt fyrir að PAR Capital sé ekki þekkt fyrir að koma inn í félög og sitja með hendur í skauti býst Bogi Nils ekki við miklum breytingum fyrst um sinn. „Þeim líst vel á félagið og ég held það verði ekki miklar áherslubreytingar til að byrja með.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Segir framgöngu Isavia geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands Forstjóri Icelandair Group segir framgöngu Isavia í máli Air Lease Corporation geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands. Hún gæti haft neikvæð áhrif á fjármunakjör Icelandair til framtíðar. 20. apríl 2019 19:00 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
„Ég held að þetta sé mjög mikið styrkleikamerki fyrir félagið að fá inn svona sjóð sem fjárfesti,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Hluthafafundur samþykkti í gær rúmlega 5,6 milljarða hlutafjáraukningu í tengslum við kaup bandaríska fjárfestasjóðsins PAR Capital á um 11 prósenta hlut í félaginu. „Við teljum að langtímahorfur félagsins séu mjög sterkar og líka Íslands sem ferðamannalands.“ Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. „Það er mjög gott fyrir hluthafahópinn að fá þessa reynslu og þekkingu inn. Við erum mjög ánægð með þetta. Þetta var samþykkt einróma á fundinum,“ segir Bogi Nils. Hann segir að Icelandair hafi verið í samskiptum við aðila frá sjóðnum í nokkur ár og átt fundi þar sem farið var yfir stöðuna. „Svo gerðist þetta í rauninni mjög hratt í byrjun apríl að gengið var frá þessum samningi sem hluthafar hafa svo samþykkt nú.“ Félagið hafi verið að leitast við að styrkja efnahagsreikninginn svo það sé betur í stakk búið til að vaxa og dafna. „Við vitum að flugrekstur er sveiflukenndur og við þurfum að stilla efnahagsreikninginn miðað við það.“ Þrátt fyrir að PAR Capital sé ekki þekkt fyrir að koma inn í félög og sitja með hendur í skauti býst Bogi Nils ekki við miklum breytingum fyrst um sinn. „Þeim líst vel á félagið og ég held það verði ekki miklar áherslubreytingar til að byrja með.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Segir framgöngu Isavia geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands Forstjóri Icelandair Group segir framgöngu Isavia í máli Air Lease Corporation geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands. Hún gæti haft neikvæð áhrif á fjármunakjör Icelandair til framtíðar. 20. apríl 2019 19:00 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Segir framgöngu Isavia geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands Forstjóri Icelandair Group segir framgöngu Isavia í máli Air Lease Corporation geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands. Hún gæti haft neikvæð áhrif á fjármunakjör Icelandair til framtíðar. 20. apríl 2019 19:00
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent