Handbolti

Ágúst frábær er Savehof jafnaði metin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ágúst á HM í janúar.
Ágúst á HM í janúar.
Sävehof jafnaði metin gegn Skövde í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld.

Sävehof, sem lenti í sjöunda sæti deildarinnar, tapaði fyrsta undanúrslitaleiknum á föstudag með einu marki en tók annan leikinn á heimavelli 26-23 í kvöld.

Ágúst Elí Björgvinsson átti stórgóðan leik í marki Sävehof, varði 15 bolta og var með 44 prósenta markvörslu.

Heimamenn tóku yfirhöndina snemma leiks en gestirnir í Skövde tóku forystuna þegar fór að líða á fyrri hálfleik. Staðan var jöfn 11-11 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Leikurinn var nokkuð jafn framan af í seinni hálfleik en svo skiptust liðin á að taka áhlaup. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum munaði þremur mörkum á liðinu og Sävehof náði að sigla sigrinum heim.

Liðin mætast þriðja sinn eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×