Harpa tapaði 462 milljónum í fyrra Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. apríl 2019 14:47 Tap Hörpu jókst um 218,1 milljón milli áranna 2017 og 2018. Vísir/vilhelm Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa tapaði 461,5 milljónum króna árið 2018 miðað við 243,4 milljóna tap árið áður, að því er fram kemur í ársreikningi hússins. Rekstrarhagnaður (EBITDA) fyrir árið 2018 nemur rúmum 42 milljónum króna. Í tilkynningu frá Hörpu segir að afkoma Hörpu ohf. árið 2018 hafi verið í samræmi við áætlanir. Tekjur af viðburðahaldi hafi aukist á milli ára og voru 757 milljónir króna. Hundruðmilljóna aukning á tapi Hörpu milli ára skýrist m.a. af því fyrirkomulagi sem ákveðið var af eigendum Hörpu ohf., þ.e. að vista skuldabréfalán til 35 ára sem tekið var til að fjármagna byggingu hússins í dótturfélagi samstæðunnar. Þórður Sverrisson, fráfarandi stjórnarformaður Hörpu, gerði rekstrarumhverfi Hörpu að umtalsefni á aðalfundi samstæðunnar sem fram fór í gær. Benti hann á að afkoma samstæðunnar án tillits til rekstrarframlaga hafi farið batnandi þrátt fyrir gríðarlega há fasteignagjöld, sem námu 267 milljónum á síðasta ári. Sagði hann gjöldin fyrir þetta eina hús nema 1,49% af heildartekjum Reykjavíkurborgar af fasteigna- og lóðasköttum. Stjórn telur eiginfé Hörpu verulega vanmetið Á aðalfundinum var Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir kjörin stjórnarformaður og tekur hún við af Þórði sem hefur verið stjórnarformaður Hörpu í tæp tvö ár. Auk Ingibjargar Aspar kemur Guðni Tómasson nýr inn í stjórnina í stað Vilhjálms Egilssonar. Auk þeirra eru í stjórninni Aðalheiður Magnúsdóttir, Arna Schram og Árni Geir Pálsson. Í tilkynningu var jafnframt gerð grein fyrir mati fráfarandi stjórnar en hún telur að eiginfé samstæðunnar sé verulega vanmetið og efnahagsstaða Hörpu auk þess traust, væri reikningsskilum félagsins breytt til samræmis við fyrirliggjandi tillögur um að eignfæra samningsbundið framlag frá ríkinu og Reykjavíkurborg vegna afborgunar og vaxta af fjármögnun fasteignar. Með þeim hætti næmi eigið fé Hörpu ohf. 12 milljörðum króna. Í Hörpu voru haldnir tæplega 1.500 viðburðir á síðasta ári. Heimsóknir voru yfir tvær milljónir, en þar af greiddu nærri 300 þúsund fyrir aðgang að tónleikum eða öðrum listviðburðum í sölum Hörpu og var velta miðasölu Hörpu um 1.4 milljarðar. Um þriðjungur viðburða sem fram fóru í Hörpu voru ráðstefnur, fundir og veislur og á tónlistarsviðinu var um helmingurinn sígild og samtímatónlist, um 23% popp og rokk og um 13% jazz. Menning Reykjavík Tengdar fréttir Örlar á viðsnúningi í rekstri Hörpu Bókfært tap að fjárhæð 243,3 milljónir varð á rekstri heildarsamstæðu ónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á síðasta ári. 27. apríl 2018 10:59 Andri og Ragnar hefja störf í Hörpu Andri Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr tæknistjóri og Ragnar Fjalar Sævarsson nýr markaðs- og samskiptastjóri. 9. apríl 2019 08:12 Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa tapaði 461,5 milljónum króna árið 2018 miðað við 243,4 milljóna tap árið áður, að því er fram kemur í ársreikningi hússins. Rekstrarhagnaður (EBITDA) fyrir árið 2018 nemur rúmum 42 milljónum króna. Í tilkynningu frá Hörpu segir að afkoma Hörpu ohf. árið 2018 hafi verið í samræmi við áætlanir. Tekjur af viðburðahaldi hafi aukist á milli ára og voru 757 milljónir króna. Hundruðmilljóna aukning á tapi Hörpu milli ára skýrist m.a. af því fyrirkomulagi sem ákveðið var af eigendum Hörpu ohf., þ.e. að vista skuldabréfalán til 35 ára sem tekið var til að fjármagna byggingu hússins í dótturfélagi samstæðunnar. Þórður Sverrisson, fráfarandi stjórnarformaður Hörpu, gerði rekstrarumhverfi Hörpu að umtalsefni á aðalfundi samstæðunnar sem fram fór í gær. Benti hann á að afkoma samstæðunnar án tillits til rekstrarframlaga hafi farið batnandi þrátt fyrir gríðarlega há fasteignagjöld, sem námu 267 milljónum á síðasta ári. Sagði hann gjöldin fyrir þetta eina hús nema 1,49% af heildartekjum Reykjavíkurborgar af fasteigna- og lóðasköttum. Stjórn telur eiginfé Hörpu verulega vanmetið Á aðalfundinum var Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir kjörin stjórnarformaður og tekur hún við af Þórði sem hefur verið stjórnarformaður Hörpu í tæp tvö ár. Auk Ingibjargar Aspar kemur Guðni Tómasson nýr inn í stjórnina í stað Vilhjálms Egilssonar. Auk þeirra eru í stjórninni Aðalheiður Magnúsdóttir, Arna Schram og Árni Geir Pálsson. Í tilkynningu var jafnframt gerð grein fyrir mati fráfarandi stjórnar en hún telur að eiginfé samstæðunnar sé verulega vanmetið og efnahagsstaða Hörpu auk þess traust, væri reikningsskilum félagsins breytt til samræmis við fyrirliggjandi tillögur um að eignfæra samningsbundið framlag frá ríkinu og Reykjavíkurborg vegna afborgunar og vaxta af fjármögnun fasteignar. Með þeim hætti næmi eigið fé Hörpu ohf. 12 milljörðum króna. Í Hörpu voru haldnir tæplega 1.500 viðburðir á síðasta ári. Heimsóknir voru yfir tvær milljónir, en þar af greiddu nærri 300 þúsund fyrir aðgang að tónleikum eða öðrum listviðburðum í sölum Hörpu og var velta miðasölu Hörpu um 1.4 milljarðar. Um þriðjungur viðburða sem fram fóru í Hörpu voru ráðstefnur, fundir og veislur og á tónlistarsviðinu var um helmingurinn sígild og samtímatónlist, um 23% popp og rokk og um 13% jazz.
Menning Reykjavík Tengdar fréttir Örlar á viðsnúningi í rekstri Hörpu Bókfært tap að fjárhæð 243,3 milljónir varð á rekstri heildarsamstæðu ónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á síðasta ári. 27. apríl 2018 10:59 Andri og Ragnar hefja störf í Hörpu Andri Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr tæknistjóri og Ragnar Fjalar Sævarsson nýr markaðs- og samskiptastjóri. 9. apríl 2019 08:12 Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Örlar á viðsnúningi í rekstri Hörpu Bókfært tap að fjárhæð 243,3 milljónir varð á rekstri heildarsamstæðu ónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á síðasta ári. 27. apríl 2018 10:59
Andri og Ragnar hefja störf í Hörpu Andri Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr tæknistjóri og Ragnar Fjalar Sævarsson nýr markaðs- og samskiptastjóri. 9. apríl 2019 08:12
Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58