„Ég var ekki rekinn“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2019 18:17 Höskuldur Ólafsson, fráfarandi bankastjóri Arion. „Nei, ég var ekki rekinn,“ sagði Höskuldur Ólafsson, fráfarandi bankastjóri Arion banka, í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrr í dag. Höskuldur hefur stýrt bankanum undanfarin níu ár en hann sagði við RÚV að þessi ákvörðun um að hætta væri alfarið hans eigin. Bankinn hefur tekið á sig þrjá skelli undanfarin misseri með gjaldþrotum kísilversins United Silicon í janúar í fyrra, flugfélagsins Primera Air síðastliðið haust og WOW air fyrr í vetur. Lánveiting Arion vegna United Silicon nam átta milljörðum og tapaði bankinn um þremur milljörðum vegna Primera. Höskuldur sagði við RÚV að þessir skellir hefðu ekki eingöngu átt þátt í því að hann ákvað að hætta, þó þeir hafi vissulega verið hluti af þeirri heild sem varð til þess að hann sagði starfi sínu lausu. Hann sagði útlánastarfsemi bankans hafa gengið mjög vel, bankinn sé með 830 milljarða króna lánabók og höggið af WOW sé langt undir hálfu prósenti, eða undir 4,15 milljörðum miðað við það sem hann sagði í viðtalinu. Sagðist Höskuldur hafa verið lengi við störf og búinn að velta þessari ákvörðun fyrir sér undanfarna daga og vikur. Hann komst að þeirri niðurstöðu að komið sé nóg og ágætt að fara að gera eitthvað annað. Hann sagði að arftaka sínum biði skemmtilegt verkefni því staðan sé góð og hægt að byggja vel ofan á hana. Var Höskuldur spurður hvað hefði engu að síður valdið því að bankinn skilaði tapi undanfarið en hann sagði að fall þessara fyrrnefndu fyrirtækja hefðu haft neikvæð áhrif á afkomuna en benti á að grunnreksturinn væri góður. Sagði Höskuldur að það væri hlutverk bankastjórnenda að taka áhættu og langflestum tilvikum gangi það upp og rati ekki í fréttirnar. „Við höfum örugglega gert einhver mistök þarna,“ sagði Höskuldur um fyrirtækin þrjú. Íslenskir bankar Salan á Arion banka United Silicon Vistaskipti WOW Air Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
„Nei, ég var ekki rekinn,“ sagði Höskuldur Ólafsson, fráfarandi bankastjóri Arion banka, í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrr í dag. Höskuldur hefur stýrt bankanum undanfarin níu ár en hann sagði við RÚV að þessi ákvörðun um að hætta væri alfarið hans eigin. Bankinn hefur tekið á sig þrjá skelli undanfarin misseri með gjaldþrotum kísilversins United Silicon í janúar í fyrra, flugfélagsins Primera Air síðastliðið haust og WOW air fyrr í vetur. Lánveiting Arion vegna United Silicon nam átta milljörðum og tapaði bankinn um þremur milljörðum vegna Primera. Höskuldur sagði við RÚV að þessir skellir hefðu ekki eingöngu átt þátt í því að hann ákvað að hætta, þó þeir hafi vissulega verið hluti af þeirri heild sem varð til þess að hann sagði starfi sínu lausu. Hann sagði útlánastarfsemi bankans hafa gengið mjög vel, bankinn sé með 830 milljarða króna lánabók og höggið af WOW sé langt undir hálfu prósenti, eða undir 4,15 milljörðum miðað við það sem hann sagði í viðtalinu. Sagðist Höskuldur hafa verið lengi við störf og búinn að velta þessari ákvörðun fyrir sér undanfarna daga og vikur. Hann komst að þeirri niðurstöðu að komið sé nóg og ágætt að fara að gera eitthvað annað. Hann sagði að arftaka sínum biði skemmtilegt verkefni því staðan sé góð og hægt að byggja vel ofan á hana. Var Höskuldur spurður hvað hefði engu að síður valdið því að bankinn skilaði tapi undanfarið en hann sagði að fall þessara fyrrnefndu fyrirtækja hefðu haft neikvæð áhrif á afkomuna en benti á að grunnreksturinn væri góður. Sagði Höskuldur að það væri hlutverk bankastjórnenda að taka áhættu og langflestum tilvikum gangi það upp og rati ekki í fréttirnar. „Við höfum örugglega gert einhver mistök þarna,“ sagði Höskuldur um fyrirtækin þrjú.
Íslenskir bankar Salan á Arion banka United Silicon Vistaskipti WOW Air Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira