Handbolti

Kristianstad í undanúrslit

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafur Guðmundsson
Ólafur Guðmundsson vísir/getty

Svíþjóðarmeistarar Kristianstad eru komnir í undanúrslit sænsku úrvalsdeildarinnar eftir þriggja marka útisigur á Redbergslids.

Sjö íslensk mörk voru skoruð í 25-22 sigrinum. Arnar Freyr Arnarsson gerði fjögur mörk, Teitur Örn Einarsson tvö og Ólafur Guðmundsson eitt.

Gestirnir í Kristianstad voru yfir allan leikinn og leiddu 7-12 í hálfleik.

Einvígið fór 3-1 fyrir Kristianstad sem vann fyrstu tvo leikina en Redbergslids náði í útisigur í síðasta leik 37-38.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.