Iðnaður er undirstaða Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 2. apríl 2019 09:00 Við sem stöndum í fylkingarbrjósti á vinnumarkaði vitum að leysa verður úr kjaradeilunni. Atvinnurekendur vilja að sjálfsögðu geta greitt starfsfólki sínu góð laun og öll viljum við að fólk geti lifað góðu lífi á Íslandi. Við sitjum líka í sömu súpunni, Íslendingar, sama hvað á dynur. Það er sameiginlegt verkefni okkar, launþega og atvinnurekenda, að sjá til þess að hér sé heilbrigt og gott atvinnulíf með tilheyrandi störfum og verðmætasköpun. Fyrir því eigum við að tala en því miður gleymist þetta oft. Þetta skiptir máli því nóg er af úrtöluröddum þeirra sem vilja ala á sundurlyndi. Á þeim tíma sem Samtök iðnaðarins voru stofnuð fyrir 25 árum var takmarkaður skilningur á mikilvægi iðnaðarins. Einhæfni atvinnulífsins var sláandi. Margir litu svo á að Ísland væri óáhugavert til fjárfestinga, við vorum land lítillar framleiðni og samkeppnishæfnin var döpur. Öll árin frá stofnun hafa samtökin sett á oddinn að berjast fyrir bættri framleiðni og aukinni samkeppnishæfni. Nú eru Samtök iðnaðarins stærstu og öflugustu hagsmunasamtök atvinnurekenda á Íslandi. Rödd iðnaðar er skýr og innan samtakanna er unnið mikið og gott starf. Á síðasta starfsári samtakanna hafa sigrar unnist á sviði menntunar, nýsköpunar, innviða og starfsumhverfis sem vert er að fagna og hafa samtökin lagt sín lóð á vogarskálarnar til að efla samkeppnishæfni landsins. Samstöðumátturinn skilar sér. Skýr sýn, fumlaus framkvæmd og markviss eftirfylgni leiðir til raunverulegra umbóta og leggur grunn að auknum lífsgæðum. Með því að halda áfram á þeirri braut eykst verðmætasköpun og meira verður þar af leiðandi til skiptanna. Þannig verður Ísland eftirsótt til búsetu og atvinnurekstrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Við sem stöndum í fylkingarbrjósti á vinnumarkaði vitum að leysa verður úr kjaradeilunni. Atvinnurekendur vilja að sjálfsögðu geta greitt starfsfólki sínu góð laun og öll viljum við að fólk geti lifað góðu lífi á Íslandi. Við sitjum líka í sömu súpunni, Íslendingar, sama hvað á dynur. Það er sameiginlegt verkefni okkar, launþega og atvinnurekenda, að sjá til þess að hér sé heilbrigt og gott atvinnulíf með tilheyrandi störfum og verðmætasköpun. Fyrir því eigum við að tala en því miður gleymist þetta oft. Þetta skiptir máli því nóg er af úrtöluröddum þeirra sem vilja ala á sundurlyndi. Á þeim tíma sem Samtök iðnaðarins voru stofnuð fyrir 25 árum var takmarkaður skilningur á mikilvægi iðnaðarins. Einhæfni atvinnulífsins var sláandi. Margir litu svo á að Ísland væri óáhugavert til fjárfestinga, við vorum land lítillar framleiðni og samkeppnishæfnin var döpur. Öll árin frá stofnun hafa samtökin sett á oddinn að berjast fyrir bættri framleiðni og aukinni samkeppnishæfni. Nú eru Samtök iðnaðarins stærstu og öflugustu hagsmunasamtök atvinnurekenda á Íslandi. Rödd iðnaðar er skýr og innan samtakanna er unnið mikið og gott starf. Á síðasta starfsári samtakanna hafa sigrar unnist á sviði menntunar, nýsköpunar, innviða og starfsumhverfis sem vert er að fagna og hafa samtökin lagt sín lóð á vogarskálarnar til að efla samkeppnishæfni landsins. Samstöðumátturinn skilar sér. Skýr sýn, fumlaus framkvæmd og markviss eftirfylgni leiðir til raunverulegra umbóta og leggur grunn að auknum lífsgæðum. Með því að halda áfram á þeirri braut eykst verðmætasköpun og meira verður þar af leiðandi til skiptanna. Þannig verður Ísland eftirsótt til búsetu og atvinnurekstrar.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar