Skúli ætlar að reyna hópfjármögnun Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. apríl 2019 06:15 Skúli Mogensen. vísir/vilhelm Tilraun Skúla Mogensen til þess að snúa aftur og endurreisa flugfélagið WOW air byggist meðal annars á því að umtalsverðum fjárhæðum, eða allt að 670 milljónum íslenskra króna, verði safnað á erlendum hópfjármögnunarvettvangi, ekki ólíkt hinu íslenska Karolina Fund. Rætt er um að lágmarksfjárhæð sem verði hægt að leggja til verkefnisins verði um 200-250 þúsund íslenskra króna. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa skiptastjórar þrotabús WOW tekið vel í hugmyndir um að Skúli og þeir lykilstarfsmenn sem taka þátt í endurreisninni taki yfir kröfur um 200 starfsmanna um vangoldin laun og fyrirgeri þar með rétti sínum á þriggja mánaða uppsagnarfresti sem þeir eiga inni hjá hinu fallna WOW air. Slíkt sé samfélagslega ábyrgt og til þess fallið að almennir kröfuhafar eigi meiri möguleika á heimtum úr þrotabúinu. Í staðinn fær Skúli að halda vörumerkinu WOW. Líkt og fram hefur komið hyggjast Skúli Mogensen og helstu lykilstarfsmenn WOW air, sem var tekið til gjaldþrotaskipta fyrir 11 dögum, endurvekja rekstur flugfélagsins. Þeir leita nú fjármögnunar upp á 40 milljónir dala, jafnvirði um 4,8 milljarða króna, til þess að standa straum af rekstrinum fyrstu misserin. Fjársterkir aðilar tengdir ferðaþjónustunni hafa um helgina skoðað fjárfestingu í endurreisn WOW. Um er að ræða innlenda og erlenda fjárfesta. Helsta fyrirstaða þess að Skúla takist ætlunarverkið að mati heimildarmanna blaðsins er sú að tímaramminn sé of þröngur. Vélarnar sem Skúli hyggst taka á leigu muni ekki standa auðar mikið lengur en út vikuna. Líkt og fram kom í kynningu til fjárfesta og frettabladid.is greindi fyrst frá síðastliðinn fimmtudag hugðust Skúli og aðrir sem munu koma að stofnun félagsins eiga 51 prósents hlut í nýja félaginu á meðan þeir fjárfestar sem leggja félaginu til 40 milljónir dala munu fara með 49 prósenta hlut. Þetta hafa þeir fjárfestar sem blaðið hefur rætt við ekki sagst geta sætt sig við. Þeir hafa farið fram á að eignast allt að 80 prósenta hlut í nýja félaginu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air hafi þóst vera of stórt til að falla Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir flugfélagið WOW air hafa þóst vera "of stórt til að falla“, í viðleitni til að fá ríkisstjórnina til að hlaupa undir bagga með sér. 5. apríl 2019 11:20 Nokkrir vilja kaupa flugreksturinn úr þrotabúi WOW AIR Nokkrir aðilar hafa sýnt flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra. Hann geti ekki staðfest að Skúli Mogensen sé einn af þeim. Hann segir að gagnrýni á að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóra sé ósanngjörn og leiðinleg. 6. apríl 2019 13:20 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira
Tilraun Skúla Mogensen til þess að snúa aftur og endurreisa flugfélagið WOW air byggist meðal annars á því að umtalsverðum fjárhæðum, eða allt að 670 milljónum íslenskra króna, verði safnað á erlendum hópfjármögnunarvettvangi, ekki ólíkt hinu íslenska Karolina Fund. Rætt er um að lágmarksfjárhæð sem verði hægt að leggja til verkefnisins verði um 200-250 þúsund íslenskra króna. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa skiptastjórar þrotabús WOW tekið vel í hugmyndir um að Skúli og þeir lykilstarfsmenn sem taka þátt í endurreisninni taki yfir kröfur um 200 starfsmanna um vangoldin laun og fyrirgeri þar með rétti sínum á þriggja mánaða uppsagnarfresti sem þeir eiga inni hjá hinu fallna WOW air. Slíkt sé samfélagslega ábyrgt og til þess fallið að almennir kröfuhafar eigi meiri möguleika á heimtum úr þrotabúinu. Í staðinn fær Skúli að halda vörumerkinu WOW. Líkt og fram hefur komið hyggjast Skúli Mogensen og helstu lykilstarfsmenn WOW air, sem var tekið til gjaldþrotaskipta fyrir 11 dögum, endurvekja rekstur flugfélagsins. Þeir leita nú fjármögnunar upp á 40 milljónir dala, jafnvirði um 4,8 milljarða króna, til þess að standa straum af rekstrinum fyrstu misserin. Fjársterkir aðilar tengdir ferðaþjónustunni hafa um helgina skoðað fjárfestingu í endurreisn WOW. Um er að ræða innlenda og erlenda fjárfesta. Helsta fyrirstaða þess að Skúla takist ætlunarverkið að mati heimildarmanna blaðsins er sú að tímaramminn sé of þröngur. Vélarnar sem Skúli hyggst taka á leigu muni ekki standa auðar mikið lengur en út vikuna. Líkt og fram kom í kynningu til fjárfesta og frettabladid.is greindi fyrst frá síðastliðinn fimmtudag hugðust Skúli og aðrir sem munu koma að stofnun félagsins eiga 51 prósents hlut í nýja félaginu á meðan þeir fjárfestar sem leggja félaginu til 40 milljónir dala munu fara með 49 prósenta hlut. Þetta hafa þeir fjárfestar sem blaðið hefur rætt við ekki sagst geta sætt sig við. Þeir hafa farið fram á að eignast allt að 80 prósenta hlut í nýja félaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air hafi þóst vera of stórt til að falla Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir flugfélagið WOW air hafa þóst vera "of stórt til að falla“, í viðleitni til að fá ríkisstjórnina til að hlaupa undir bagga með sér. 5. apríl 2019 11:20 Nokkrir vilja kaupa flugreksturinn úr þrotabúi WOW AIR Nokkrir aðilar hafa sýnt flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra. Hann geti ekki staðfest að Skúli Mogensen sé einn af þeim. Hann segir að gagnrýni á að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóra sé ósanngjörn og leiðinleg. 6. apríl 2019 13:20 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira
WOW air hafi þóst vera of stórt til að falla Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir flugfélagið WOW air hafa þóst vera "of stórt til að falla“, í viðleitni til að fá ríkisstjórnina til að hlaupa undir bagga með sér. 5. apríl 2019 11:20
Nokkrir vilja kaupa flugreksturinn úr þrotabúi WOW AIR Nokkrir aðilar hafa sýnt flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra. Hann geti ekki staðfest að Skúli Mogensen sé einn af þeim. Hann segir að gagnrýni á að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóra sé ósanngjörn og leiðinleg. 6. apríl 2019 13:20