WOW air hafi þóst vera of stórt til að falla Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2019 11:20 WOW air var tekið til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Vísir/vilhelm Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir flugfélagið WOW air hafa þóst vera „of stórt til að falla“, í viðleitni til að fá ríkisstjórnina til að hlaupa undir bagga með sér. Þetta kom fram í máli Þórólfs í hlaðvarpsþætti hins virta Wharton-viðskiptaháskóla í Pennsylvaníu, Knowledge@Wharton. Þórólfur ræddi þar hnignun WOW air og gjaldþrot þess, ásamt íslenska hagfræðingnum Wolfgang Má Mixa og Kerry Tan, prófessor við Loyola-háskóla í Maryland.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði.„Síðustu sex til tólf mánuðina voru þau að gera sig út fyrir að vera of stór til að falla. Þau voru að reyna að blása sig þannig upp að íslenska ríkið gæti ekki hunsað hnignun þeirra,“ sagði Þórólfur í þættinum. „Þau duttu næstum í lukkupottinn með þeirri áætlun. En þegar allt kom til alls var ríkisstjórnin ekki tilbúin til að veðja á það.“Olíuverð í bland við Bandaríkjaflug síðasti naglinn í kistuna Þá bar Tan WOW saman við bandaríska flugfélagið Southwest airlines, í ljósi þess að fyrrnefnda félagið hafi verið með tug flugvéla í þjónustu við þrjátíu áfangastaði en hið síðarnefnda rekur 750 flugvélar í flugi til hundrað áfangastaða. „Þessi litli flugvélafloti WOW air hafði það í för með sér að ef það komu upp einhver vandamál, tæknileg eða af öðrum toga, þá var mjög erfitt að ræsa út nýjar vélar til að dekka flugið.“ Einnig var komið inn á hækkun olíuverðs og hún nefnd sem liður í falli félagsins. Már Mixa sagði þessa hækkun, í bland við ákvörðun flugfélagsins um að hefja Bandaríkjaflug, hafa verið „síðasta naglann í kistu“ flugfélagsins. „Þau voru einfaldlega að koma sér fyrir á bókahillu sem var ekki handa þeim, þannig að það var í raun ekkert svigrúm til mistaka,“ sagði Már. „Eftir því sem ég best veit tryggði WOW sig ekki gegn þessu olíuverði. Um leið og olíuverðið tók að hækka urðu þau berskjölduð. Þó að þau hefðu nýtt sér þær [flugvélarnar] að fullu þá hefðu þessar breytingar á olíuverði samt haft áhrif á starfsemi þeirra.“ Ítarlega umfjöllun Wharton-viðskiptaháskólans um fall WOW air má nálgast hér. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vantar enn 200 þúsund ferðamenn Ferðamenn sem hafa komið til landsins með WOW air hafa eytt minna og dvalið skemur en þeir sem ferðast hafa með Icelandair. 4. apríl 2019 19:15 Fjölga flugferðum milli Íslands og Ríga AirBaltic hyggst fljúga þrisvar í viku milli Keflavíkur og Ríga í sumar. 5. apríl 2019 08:56 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir flugfélagið WOW air hafa þóst vera „of stórt til að falla“, í viðleitni til að fá ríkisstjórnina til að hlaupa undir bagga með sér. Þetta kom fram í máli Þórólfs í hlaðvarpsþætti hins virta Wharton-viðskiptaháskóla í Pennsylvaníu, Knowledge@Wharton. Þórólfur ræddi þar hnignun WOW air og gjaldþrot þess, ásamt íslenska hagfræðingnum Wolfgang Má Mixa og Kerry Tan, prófessor við Loyola-háskóla í Maryland.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði.„Síðustu sex til tólf mánuðina voru þau að gera sig út fyrir að vera of stór til að falla. Þau voru að reyna að blása sig þannig upp að íslenska ríkið gæti ekki hunsað hnignun þeirra,“ sagði Þórólfur í þættinum. „Þau duttu næstum í lukkupottinn með þeirri áætlun. En þegar allt kom til alls var ríkisstjórnin ekki tilbúin til að veðja á það.“Olíuverð í bland við Bandaríkjaflug síðasti naglinn í kistuna Þá bar Tan WOW saman við bandaríska flugfélagið Southwest airlines, í ljósi þess að fyrrnefnda félagið hafi verið með tug flugvéla í þjónustu við þrjátíu áfangastaði en hið síðarnefnda rekur 750 flugvélar í flugi til hundrað áfangastaða. „Þessi litli flugvélafloti WOW air hafði það í för með sér að ef það komu upp einhver vandamál, tæknileg eða af öðrum toga, þá var mjög erfitt að ræsa út nýjar vélar til að dekka flugið.“ Einnig var komið inn á hækkun olíuverðs og hún nefnd sem liður í falli félagsins. Már Mixa sagði þessa hækkun, í bland við ákvörðun flugfélagsins um að hefja Bandaríkjaflug, hafa verið „síðasta naglann í kistu“ flugfélagsins. „Þau voru einfaldlega að koma sér fyrir á bókahillu sem var ekki handa þeim, þannig að það var í raun ekkert svigrúm til mistaka,“ sagði Már. „Eftir því sem ég best veit tryggði WOW sig ekki gegn þessu olíuverði. Um leið og olíuverðið tók að hækka urðu þau berskjölduð. Þó að þau hefðu nýtt sér þær [flugvélarnar] að fullu þá hefðu þessar breytingar á olíuverði samt haft áhrif á starfsemi þeirra.“ Ítarlega umfjöllun Wharton-viðskiptaháskólans um fall WOW air má nálgast hér.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vantar enn 200 þúsund ferðamenn Ferðamenn sem hafa komið til landsins með WOW air hafa eytt minna og dvalið skemur en þeir sem ferðast hafa með Icelandair. 4. apríl 2019 19:15 Fjölga flugferðum milli Íslands og Ríga AirBaltic hyggst fljúga þrisvar í viku milli Keflavíkur og Ríga í sumar. 5. apríl 2019 08:56 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Vantar enn 200 þúsund ferðamenn Ferðamenn sem hafa komið til landsins með WOW air hafa eytt minna og dvalið skemur en þeir sem ferðast hafa með Icelandair. 4. apríl 2019 19:15
Fjölga flugferðum milli Íslands og Ríga AirBaltic hyggst fljúga þrisvar í viku milli Keflavíkur og Ríga í sumar. 5. apríl 2019 08:56