Burger King baðst afsökunar og fjarlægði rasíska auglýsingu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. apríl 2019 10:13 Skjáskot úr auglýsingunni þar sem reynt er að borða hamborgara með risastórum prjónum. Burger King þurfti að eyða auglýsingu sem talin er hafa verið rasísk en í henni sést fólk eiga í mestu vandræðum með að borða hamborgara með risastórum prjónum. Burger King bætist þannig í hóp vestrænna vörumerkja sem hafa verið sökuð um að gera grín að asískum matarvenjum, að því er segir í frétt Guardian um málið. Skyndibitakeðjan fékk yfir sig holskeflu athugasemda á netinu eftir að auglýsingin birtist á Instagram-reikningi Burger King í Nýja-Sjálandi.So this is the new Burger King ad for a “Vietnamese” burger ok coolcoolcoolcoolcool CHOPSTICKS R HILARIOUS right omg etcpic.twitter.com/zVD8CN04Wc — 마리아. Maria. (@mariahmocarey) April 4, 2019Undir Instagram-myndbandinu stóð að fólk gæti farið með bragðlaukana í ferðalag alla leið til Ho Chi Minh-borgar í Víetnam ef það bara smakkaði á nýjasta hamborgara Burger King sem heitir „Vietnamese Sweet Chilli Tendercrisp Burger.“ Instagram-færslunni var síðar eytt þar sem fjöldi athugasemda barst um að auglýsingin væri móðgandi og að með henni væri Burger King að gera grín að prjónum og asískum venjum. „Prjónar eru alveg drepfyndnir, er það ekki,“ tísti einn nýsjálensku netverjanna sem gagnrýndu auglýsinguna og hélt áfram: „Ég er orðin svo þreytt á rasisma. Af hvaða tagi sem er. Af því sem gerir grín að ólíkum menningarheimum til þeirra sem skjóta og myrða þá sem eru að biðja í sínu bænahúsi. Segið nei við hvaða birtingarmynd sem er.“ Í yfirlýsingu frá Burger King í gærkvöldi sagði að fyrirtækið hefði beðið sérleyfishafann í Nýja-Sjálandi um að fjarlægja auglýsinguna hið snarasta. Keðjan baðst afsökunar, sagði að auglýsingin væri móðgandi og endurspeglaði ekki gildi Burger King. Aðrir bentu á meðan á það að aðalbragðefni borgarans, sæt chillisósa, væri mun algengari í Tælandi en Víetnam. Nýja-Sjáland Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Burger King þurfti að eyða auglýsingu sem talin er hafa verið rasísk en í henni sést fólk eiga í mestu vandræðum með að borða hamborgara með risastórum prjónum. Burger King bætist þannig í hóp vestrænna vörumerkja sem hafa verið sökuð um að gera grín að asískum matarvenjum, að því er segir í frétt Guardian um málið. Skyndibitakeðjan fékk yfir sig holskeflu athugasemda á netinu eftir að auglýsingin birtist á Instagram-reikningi Burger King í Nýja-Sjálandi.So this is the new Burger King ad for a “Vietnamese” burger ok coolcoolcoolcoolcool CHOPSTICKS R HILARIOUS right omg etcpic.twitter.com/zVD8CN04Wc — 마리아. Maria. (@mariahmocarey) April 4, 2019Undir Instagram-myndbandinu stóð að fólk gæti farið með bragðlaukana í ferðalag alla leið til Ho Chi Minh-borgar í Víetnam ef það bara smakkaði á nýjasta hamborgara Burger King sem heitir „Vietnamese Sweet Chilli Tendercrisp Burger.“ Instagram-færslunni var síðar eytt þar sem fjöldi athugasemda barst um að auglýsingin væri móðgandi og að með henni væri Burger King að gera grín að prjónum og asískum venjum. „Prjónar eru alveg drepfyndnir, er það ekki,“ tísti einn nýsjálensku netverjanna sem gagnrýndu auglýsinguna og hélt áfram: „Ég er orðin svo þreytt á rasisma. Af hvaða tagi sem er. Af því sem gerir grín að ólíkum menningarheimum til þeirra sem skjóta og myrða þá sem eru að biðja í sínu bænahúsi. Segið nei við hvaða birtingarmynd sem er.“ Í yfirlýsingu frá Burger King í gærkvöldi sagði að fyrirtækið hefði beðið sérleyfishafann í Nýja-Sjálandi um að fjarlægja auglýsinguna hið snarasta. Keðjan baðst afsökunar, sagði að auglýsingin væri móðgandi og endurspeglaði ekki gildi Burger King. Aðrir bentu á meðan á það að aðalbragðefni borgarans, sæt chillisósa, væri mun algengari í Tælandi en Víetnam.
Nýja-Sjáland Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf