Viðskipti innlent

Ríkið kaupir hlut í Neyðarlínunni og eignast Farice

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, við undirritunina.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, við undirritunina.

Íslenska ríkið og Landsvirkjun hafa skrifað undir samkomulag um að Landsvirkjun framselji 33,2 prósent eignarhlut í Farice ehf. og 7,9 prósent eignarhlut í Neyðarlínunni ohf. til ríkissjóðs. Matsverð eignarhlutar í Farice er um 9,2 milljónir evra, rúmir 1,2 milljarðar króna, og í Neyðarlínunni um 12,5 milljónir króna.

Á vef Stjórnarráðsins er sagt að kaupin séu gerð í ljósi þess að íslenska ríkið hafi „skilgreint fjarskiptasambönd til útlanda sem innviði.“

Þar segir jafnframt til útskýringar að Farice hafi verið stofnað árið 2002 og reki gagnastrengina Farice og Danice. Eftir framsalið verður Farice að fullu í eigu íslenska ríkisins.

Þá sér Neyðarlínan um rekstur neyðarnúmersins 112. Þar að auki sér Neyðarlínan um rekstur Vaktstöðvar siglinga og fjarskiptastöðvarinnar í Gufunesi. Íslenska ríkið mun eftir framsalið eiga 81,5 prósent í Neyðarlínunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
1,95
13
154.180
KVIKA
0,79
3
26.427
SIMINN
0,56
3
33.788
MAREL
0,54
25
675.501
SKEL
0,25
3
5.182

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-2,88
17
153.220
SJOVA
-2,54
8
107.416
TM
-2,48
6
95.263
VIS
-2,35
1
12.050
ICEAIR
-1,32
38
108.834
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.