Körfubolti

Harden fyrstur í NBA-sögunni til að skora 30 stig á móti öllum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þetta er orðið mjög sögulegt tímabil hjá James Harden.
Þetta er orðið mjög sögulegt tímabil hjá James Harden. Getty/Adam Glanzman
James Harden skrifaði nýjan kafla í NBA-sögunni í nótt þegar hann skoraði 31 stig í sigurleik á Atlanta Hawks.

Það er ekkert nýtt að Harden sé að skora yfir þrjátíu stig í leik því þetta var 48. skiptið í 67 leikjum í vetur þar sem hann skorar 30 stig eða meira.

Það sögulega við þessi þrjátíu stig hans á móti Atlanta Hawks í nótt að hann er núna búin að skora 30 stig eða meira á móti öllum hinum 29 liðunum í NBA-deildinni.





Það voru einmitt leikmenn Atlanta Hawks sem enduðu 32 leikja sprett Harden fyrr í vetur en hann skoraði þá 30 stig eða meira í 32 leikjum í röð.

Nú tókst Harden hins vegar að komast yfir 30 stiga múrinn og hefur þar með skorað 30 stig í leik á móti öllum liðum NBA-deildarinnar.

Wilt Chamberlain náði reyndar að skora 30 stig eða meira á móti öllum liðum deildarinnar en í hans daga voru færri lið í deildinni. Harden er sá fyrsti til að ná þessu eftir að liðin urðu þrjátíu.





James Harden var líka með 10 stoðsendingar og 8 fráköst í leiknum í nótt. Meðaltöl hans á tímabilinu eru 35,8 stig, 7,7 stoðsendingar og 6,4 fráköst. Hann er langstigahæsti leikmaður deildarinnar en næstur er Paul George hjá Oklahoma City Thunder með 28,3 stig og þá hefur Steph Curry skorað 28,0 stig í leik.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×