Körfubolti

Jón Axel gaf tíu stoðsendingar en NIT mótið endaði samt í fyrsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson í baráttunni í leik með
Davidson.
Jón Axel Guðmundsson í baráttunni í leik með Davidson. Getty/Al Bello
NIT-mótið var stutt gaman fyrir Davidson körfuboltaliðið og tímabilið endaði því á tveimur svekkjandi tapleikjum.

Jón Axel Guðmundsson og félagar í Davidson rétt misstu af úrslitakeppni NCAA og fengu því ekki að taka þátt í Mars-æðinu í ár. Þeir fengu hins vegar að vera með NIT móti bandaríska háskólaboltans.

NIT mótið er boðsmót fyrir þau háskólalið sem voru næst því að komast í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans.

NIT-mótið var hins vegar stutt gaman fyrir Davidson-liðið því það er úr leik eftir átta stiga tap á móti Lipscomb í fyrstu umferð sem voru í raun 32 liða úrslit.

Jón Axel Guðmundsson reyndi ekki mikið sjálfur og tók bara 5 skot á þeim 39 mínútum sem hann spilaði. Jón Axel gaf aftur á móti 10 stoðsendingar á félaga sína og var líka með 9 stig, 7 fráköst og 2 stolna bolta.

Jón Axel hitti úr 6 af 6 vítaskotum sínum en 1 af 5 skotum sínum utan af velli. Hann tapaði hins vegar sex boltum.

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og félagar hans í Nebraska skólanum fengu líka að vera með í NIT-mótinu og þeirra leikur í 32 liða úrslitunum er á móti Butler í kvöld.


Tengdar fréttir

Geri ráð fyrir að klára skólann

Jón Axel Guðmundsson var valinn besti leikmaður A-10-deildarinnar með Davidson Wildcats í vetur. Ekkert varð úr því að Davidson kæmist í marsfárið en Jón Axel gerir ráð fyrir að snúa aftur á lokaárinu.

Jón Axel náði sögulegri þrennu

Jón Axel Guðmundsson fór á kostum í bandaríska háskólaboltanum í nótt og náði í fyrstu þrennu Davidson í 46 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×