Viðskipti erlent

Volvo ætlar að setja skynjara í bíla til að stöðva ölvunarakstur

Kjartan Kjartansson skrifar
Volvo XC 90-bifreið í árekstursprófi.
Volvo XC 90-bifreið í árekstursprófi. Vísir/EPA
Sænski bílaframleiðandinn Volvo ætlar sér að setja upp skynjara og myndavéla í bíla sína sem eiga að geta greint hvort að ökumaðurinn sé ölvaður eða ekki með athygli við aksturinn til að bíllinn geti gripið inn í til að forða slysum. Tæknin gæti verið komin í Volvo-bíla á allra næstu árum.

Hakan Samuelsson, forstjóri Volvo, segir Reuters-fréttastofunni að skynjarar af þessu tagi eigi eftir að vera í boði eftir tvö ár. Fyrirtækið vinnur að þróun sjálfkeyrandi bíla en enn eru nokkur ár í að þeir verði tilbúnir. Í millitíðinni verði markaður fyrir bíla með frekari öryggisbúnað.

Verði skynjararnir þess varir að ökumaður sé ölvaður, þreyttur eða með augun á síma gætu þeir látið bílinn hægja á sér, kallað eftir aðstoð eða stöðvað bílinn alveg og lagt honum.

Volvo hefur lýst því yfir að markmið fyrirtækisins sé að koma í veg fyrir öll dauðsföll farþega í bílum þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×