Körfubolti

Damon Johnson orðinn aðalþjálfari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Damon Johnson.
Damon Johnson. vísir/vilhelm
Damon Johnson, fyrrum leikmaður Keflavíkur og íslenska landsliðsins í körfubolta, var í gær ráðinn sem nýr aðalþjálfari bandaríska körfuboltaliðsins hjá Province Academy í Johnson city.

Damon er frá Johnson city en hann var í háskóla í University of Tennessee á árunum 1993 til 1996 eða árin áður en hann fór í atvinnumennsku til Íslands.

Damon Johnson spilaði með Keflavík 1996-97 og svo aftur frá 1998-99 og frá 2001 til 2003. Damon lék með ÍA veturinn 1997-98.

Damon varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Keflavíkurliðinu eða árin 1997, 1999 og 2003. Hann varð einnig bikarmeistari með Keflavík 1997 og 2003.

Eftir atvinnumennsku á Spáni og endurkomu heim til Bandaríkjanna þá tók Damon S Johnson síðan eitt tímabil með Keflavíkurliðinu 2014-15.

Damon vann silfurverðlaun með íslenska landsliðinu á Smáþjóðarleikunum á Möltu 2003. Hann lék alls fimm landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim 17,4 stig að meðaltali í leik.

Damon Johnson hefur verið aðstoðarþjálfari undanfarin ár bæði hjá kvennaliði East Tennessee State University og hjá karlaliði King College.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×