Körfubolti

Damon Johnson orðinn aðalþjálfari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Damon Johnson.
Damon Johnson. vísir/vilhelm

Damon Johnson, fyrrum leikmaður Keflavíkur og íslenska landsliðsins í körfubolta, var í gær ráðinn sem nýr aðalþjálfari bandaríska körfuboltaliðsins hjá Province Academy í Johnson city.

Damon er frá Johnson city en hann var í háskóla í University of Tennessee á árunum 1993 til 1996 eða árin áður en hann fór í atvinnumennsku til Íslands.

Damon Johnson spilaði með Keflavík 1996-97 og svo aftur frá 1998-99 og frá 2001 til 2003. Damon lék með ÍA veturinn 1997-98.

Damon varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Keflavíkurliðinu eða árin 1997, 1999 og 2003. Hann varð einnig bikarmeistari með Keflavík 1997 og 2003.

Eftir atvinnumennsku á Spáni og endurkomu heim til Bandaríkjanna þá tók Damon S Johnson síðan eitt tímabil með Keflavíkurliðinu 2014-15.

Damon vann silfurverðlaun með íslenska landsliðinu á Smáþjóðarleikunum á Möltu 2003. Hann lék alls fimm landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim 17,4 stig að meðaltali í leik.

Damon Johnson hefur verið aðstoðarþjálfari undanfarin ár bæði hjá kvennaliði East Tennessee State University og hjá karlaliði King College.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.