Viðskipti innlent

Inn­kalla salsa­sósu vegna gler­brots

Atli Ísleifsson skrifar
Tostitos salsasósa.
Tostitos salsasósa. Matvælastofnun
Matvælastofnun hefur varað við neyslu Tostitos salsasósu eftir að glerbrot fannst í einni krukku. Aðföng, sem flytur inn vöruna, hefur í samráði við Heilbrigðisyfirlit Reykjavíkur innkallað umrædda lotuna.

„Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:



  • Vörumerki: Tostitos
  • Vöruheiti: Chunky Salsa, Medium
  • Strikanúmer: 028400055987
  • Best fyrir: 10. apríl 2019
  • Lotunúmer: 2331100TB11:46
  • Nettómagn: 439,4 g.
  • Framleitt fyrir: Frito-Lay, Inc. í Bandaríkjunum.
  • Innflytjandi: Aðföng, Skútuvogi 7, 104 Reykjavík.
  • Dreifing: Verslanir Bónus, Hagkaupa og Super1 um land allt.


Viðskiptavinum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu,“ segir í tilkynningunni frá Matvælastofnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×