Viðskipti innlent

Átta sagt upp hjá Lyfju

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Átta missa vinnunna hjá Lyfju
Átta missa vinnunna hjá Lyfju Fréttablaðið/Stefán
Skipulagsbreytingar hjá Lyfju fela í sér að átta starfsmönnum hefur verið sagt upp. Tvö ný stöðugildi verða til vegna breytinganna.

Í tilkynningu frá Lyfju segir að með skipulagsbreytingum sé verið að einfölda samþætta skrifstofurekstrur Lyfjusamstæðunnar. Nýju stjórnskipulagi sé ætlað að skýra og styrkja þá stoðþjónustu sem veitt er til apóteka, verslana og heildsölu.

„Það er alltaf erfitt að taka ákvörðun og innleiða breytingar sem þessar en til lengri tíma litið þá mun það efla félögin. Við munum á næstunni kveðja gott fólk sem hefur staðið sig mjög vel í störfum fyrir samstæðuna og á sama tíma tökum við líka á móti góðu fólki sem mun styrkja stoðir okkar til uppbyggingar á samstæðunni til framtíðar,“ er haft eftir segir Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóri Lyfju í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

59 sagt upp hjá Kynnisferðum

Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri, segir það hafa verið erfiða ákvörðun en rekstarumhverfi hafi breyst mikið að undanförnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×