Körfubolti

Tuttugu ár frá einu sóðalegasta plakati Shaq | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Shaq gat troðið með miklum krafti.
Shaq gat troðið með miklum krafti. vísir/getty
Shaquille O'Neal er óneitanlega einn besti stóri maður í sögu NBA-deildinnar í körfubolta en þessi mikli dreki vann fjóra meistaratitla á glæstum ferli eftir að vera valinn númer eitt í nýliðavalinu af Orlando Magic árið 1992.

Hæstu hæðum náði hann ásamt Kobe Bryant hjá LA Lakers þar sem að þeir urðu meistarar saman þrjú ár í röð en Shaq var valinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna öll þrjú árin, 2000-2002.

Shaq lét menn svo sannarlega finna fyrir því undir körfunni á sínum ferli í NBA-deildinni en tuttugu ár eru frá því að hann bauð upp á eitt sóðalegasta plakat sem sést hefur.

Í leik á móti New York Knicks 28. mars 1999 tróð hann svo hressilega yfir Chris nokkurn Dudley að brotaþolinn brjálaðist og kastaði bolta á eftir Shaq er hann trítlaði brosandi til baka yfir á sinn vallarhelming.

Dudley hafði nú kannski smá rétt á þessum viðbrögðum þar sem að Shaq ekki bara tróð yfir hann heldur hékk hann á hringnum og setti fæturnar nánast ofan á Dudley og ýtti honum út af vellinum.

Báðir fengu tæknivillu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×