Frekari uppsagnir í ferðaþjónustu ekki ólíklegar Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2019 15:55 Búast má við að afbókanir vegna falls Wow air komi fram á næstu dögum og vikum. Vísir/Hanna Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ekki ólíklegt að til frekari uppsagna komi á næstunni í kjölfar gjaldþrots Wow air og fleiri neikvæðra þátta. Of snemmt sé að segja til um afbókanir ferðamanna sem áttu bókaðar ferðir með fallna flugfélaginu. Tilkynnt var um gjaldþrot Wow air í gær eftir að stjórnendur fyrirtækisins höfðu háð margra mánaða baráttu við rekstri flugfélagsins. Wow air hefur flutt stóran hluta þeirra erlendu ferðamanna sem komið hafa til landsins undanfarin ár. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa þegar orðið vör við afbókanir gesta í dag en Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir of snemmt að segja til um umfang þeirra. „Gististaðir sem fá bókanir í gegnum bókunarvélar eins og Booking vita ekki endilega hvernig fólkið kemur til landsins þannig að það er erfitt að átta sig á stöðunni. Þetta á allt eftir að koma í ljós á næstu dögum,“ segir hún í samtali við Vísi.Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Verkalýðsfélögin aflýsi frekari verkfallsaðgerðum Óvissan með skort á framboði á ferðum til Íslands og mögulegar afbókanir leggst ofan á versnandi afkomu ferðaþjónustufyrirtækja í kjölfar gengisstyrkingar krónunnar frá 2016 og kjaradeilur með verkföllum í ferðaþjónustunni. Mörg fyrirtæki séu í vandræðum sem sjáist á uppsögnum, samþjöppun og hagræðingu í greininni undanfarin misseri. Þegar hefur verið tilkynnt um fjöldauppsagnir hjá Airport Associates og Kynnisferðum eftir að fréttirnar um fall Wow air bárust. Bjarnheiður segist að frekari uppsagna gæti verið að vænta á næstunni. „Það er ekkert ólíklegt að það fylgi fleiri í kjölfarið, sama hvort það verða fjöldauppsagnir eða litlar uppsagnir hjá mörgum fyrirtækjum þar sem margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Bjarnheiður.Sjá einnig: Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Enn vofa frekari verkfallsaðgerðir yfir ferðaþjónustunni. Þótt tveggja daga verkfalli sem átti að hefjast í gær og standa fram á daginn í dag hafi verið aflýst er enn boðað þriggja daga verkfall sem á að hefjast á miðvikudag. „Við vonumst til þess að verkalýðshreyfingin sjái sóma sinn í að aflýsa frekari verkföllum í ljósi stöðunnar sem er grafalvarleg,“ segir Bjarnheiður. Ferðamennska á Íslandi Verkföll 2019 Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir 59 sagt upp hjá Kynnisferðum Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri, segir það hafa verið erfiða ákvörðun en rekstarumhverfi hafi breyst mikið að undanförnu. 28. mars 2019 16:39 Uppsagnir hjá Gray Line: Hafa ekki lengur efni á að vera með starfsmenn á lager Þremur starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp. 29. mars 2019 12:07 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ekki ólíklegt að til frekari uppsagna komi á næstunni í kjölfar gjaldþrots Wow air og fleiri neikvæðra þátta. Of snemmt sé að segja til um afbókanir ferðamanna sem áttu bókaðar ferðir með fallna flugfélaginu. Tilkynnt var um gjaldþrot Wow air í gær eftir að stjórnendur fyrirtækisins höfðu háð margra mánaða baráttu við rekstri flugfélagsins. Wow air hefur flutt stóran hluta þeirra erlendu ferðamanna sem komið hafa til landsins undanfarin ár. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa þegar orðið vör við afbókanir gesta í dag en Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir of snemmt að segja til um umfang þeirra. „Gististaðir sem fá bókanir í gegnum bókunarvélar eins og Booking vita ekki endilega hvernig fólkið kemur til landsins þannig að það er erfitt að átta sig á stöðunni. Þetta á allt eftir að koma í ljós á næstu dögum,“ segir hún í samtali við Vísi.Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Verkalýðsfélögin aflýsi frekari verkfallsaðgerðum Óvissan með skort á framboði á ferðum til Íslands og mögulegar afbókanir leggst ofan á versnandi afkomu ferðaþjónustufyrirtækja í kjölfar gengisstyrkingar krónunnar frá 2016 og kjaradeilur með verkföllum í ferðaþjónustunni. Mörg fyrirtæki séu í vandræðum sem sjáist á uppsögnum, samþjöppun og hagræðingu í greininni undanfarin misseri. Þegar hefur verið tilkynnt um fjöldauppsagnir hjá Airport Associates og Kynnisferðum eftir að fréttirnar um fall Wow air bárust. Bjarnheiður segist að frekari uppsagna gæti verið að vænta á næstunni. „Það er ekkert ólíklegt að það fylgi fleiri í kjölfarið, sama hvort það verða fjöldauppsagnir eða litlar uppsagnir hjá mörgum fyrirtækjum þar sem margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Bjarnheiður.Sjá einnig: Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Enn vofa frekari verkfallsaðgerðir yfir ferðaþjónustunni. Þótt tveggja daga verkfalli sem átti að hefjast í gær og standa fram á daginn í dag hafi verið aflýst er enn boðað þriggja daga verkfall sem á að hefjast á miðvikudag. „Við vonumst til þess að verkalýðshreyfingin sjái sóma sinn í að aflýsa frekari verkföllum í ljósi stöðunnar sem er grafalvarleg,“ segir Bjarnheiður.
Ferðamennska á Íslandi Verkföll 2019 Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir 59 sagt upp hjá Kynnisferðum Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri, segir það hafa verið erfiða ákvörðun en rekstarumhverfi hafi breyst mikið að undanförnu. 28. mars 2019 16:39 Uppsagnir hjá Gray Line: Hafa ekki lengur efni á að vera með starfsmenn á lager Þremur starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp. 29. mars 2019 12:07 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
59 sagt upp hjá Kynnisferðum Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri, segir það hafa verið erfiða ákvörðun en rekstarumhverfi hafi breyst mikið að undanförnu. 28. mars 2019 16:39
Uppsagnir hjá Gray Line: Hafa ekki lengur efni á að vera með starfsmenn á lager Þremur starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp. 29. mars 2019 12:07
Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00
Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43