Óhagstæð skilyrði áttu sinn þátt í falli WOW Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2019 20:30 Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. Fílllinn í stofunni er síðan krónan en gengi hennar hækkaði til að mynda um þrjátíu prósent á um tveggja ára tímabili. Rekstur flugfélaga um allan heim er áhættusamur og viðkvæmur fyrir alls kyns breytingum og sveiflum. Stjórnendur þeirra þurfa því að fylgjast daglega með mörgum ólíkum og flóknum þáttum. Íslensku flugfélögin starfa ekki í tómarúmi. Þau eru í harðri samkeppni við erlend flugfélög bæði um flutning farþega til og frá Íslandi og milli norður Ameríku og Evrópu.Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent.Vísir/EgillÞað getur því reynst erfitt að verðleggja þjónustuna þegar margir er um hituna. Þegar flugfélögum byrjar að blæða blæðir þeim mjög hratt. Skúli Mogensen fyrrverandi eigandi WOW dró ekki úr því að hann hefði gert mistök í rekstrinum en ytri aðstæður hjálpuðu ekki til, hvorki hjá honum né Icelandair hvað rekstrarskilyrði varðar. „Þau versnuðu mjög mikið frá 2015 framundir byrjun árs 2018. Reyndar hafa þau verið að batna frá því síðla árs 2018 og hafa verið að batna síðustu vikur og mánuði,” segir Snorri Jakobsson forstöðumaður greiningardeildar Capacent.Hlutfall launakostnaðar WOW og Icelandair af tekjum hækkaði úr 9 prósentum í 19 hjá WOW og úr 23 prósentum í 34 prósent hjá Icelandair frá 2013 til ‘18. Þá fór hækkandi eldsneytisverð mjög illa með WOW þegar hlutfall eldsneytiskostnaðar af tekjum fór úr 20 prósentum árið 2016 í 32 prósent árið 2018. Áhrifin voru líka merkjanleg hjá Icelandair en félagið hafði varið sig gegn gengissveiflum í samningum um eldsneytiskaup.Fíllinn í stofunni gagnvart flugfélögunum og ferðaþjónustunni er hins vegar gengi íslensku krónunnar sem hefur sveiflast mikið á undanförnum áratugum en raungengi hennar hækkaði um 30 prósent frá 2015 til áramóta 2018. Það eru aðstæður sem samkeppnisaðilar búa ekki við. „Það segir sig náttúrlega sjálft að þegar gengi krónunnar styrkist svona mikið og það eru svona miklar gengissveiflur, þá bætir það við áhættuna sem er í flugrekstri sem þar fyrir utan er mjög mikil,” segir Snorri Jakobsson. Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Passa að fyrirtæki noti ekki gjaldþrot WOW air til kjaraskerðingar Þá eru þeir sem misst hafa vinnuna hvattir til að afla sér upplýsinga um réttindi sín á vinnumarkaði, að því er fram kemur í vikupistli forseta ASÍ. 29. mars 2019 18:57 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Rekstrarskilyrði hafa verið flugfélögunum mjög óhagstæð á undanförnum árum meðal annars vegna þróunar eldsneytisverðs og launa sem hafa hækkað mun meira hjá þeim en hjá helstu samkeppnisaðilum. Fílllinn í stofunni er síðan krónan en gengi hennar hækkaði til að mynda um þrjátíu prósent á um tveggja ára tímabili. Rekstur flugfélaga um allan heim er áhættusamur og viðkvæmur fyrir alls kyns breytingum og sveiflum. Stjórnendur þeirra þurfa því að fylgjast daglega með mörgum ólíkum og flóknum þáttum. Íslensku flugfélögin starfa ekki í tómarúmi. Þau eru í harðri samkeppni við erlend flugfélög bæði um flutning farþega til og frá Íslandi og milli norður Ameríku og Evrópu.Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent.Vísir/EgillÞað getur því reynst erfitt að verðleggja þjónustuna þegar margir er um hituna. Þegar flugfélögum byrjar að blæða blæðir þeim mjög hratt. Skúli Mogensen fyrrverandi eigandi WOW dró ekki úr því að hann hefði gert mistök í rekstrinum en ytri aðstæður hjálpuðu ekki til, hvorki hjá honum né Icelandair hvað rekstrarskilyrði varðar. „Þau versnuðu mjög mikið frá 2015 framundir byrjun árs 2018. Reyndar hafa þau verið að batna frá því síðla árs 2018 og hafa verið að batna síðustu vikur og mánuði,” segir Snorri Jakobsson forstöðumaður greiningardeildar Capacent.Hlutfall launakostnaðar WOW og Icelandair af tekjum hækkaði úr 9 prósentum í 19 hjá WOW og úr 23 prósentum í 34 prósent hjá Icelandair frá 2013 til ‘18. Þá fór hækkandi eldsneytisverð mjög illa með WOW þegar hlutfall eldsneytiskostnaðar af tekjum fór úr 20 prósentum árið 2016 í 32 prósent árið 2018. Áhrifin voru líka merkjanleg hjá Icelandair en félagið hafði varið sig gegn gengissveiflum í samningum um eldsneytiskaup.Fíllinn í stofunni gagnvart flugfélögunum og ferðaþjónustunni er hins vegar gengi íslensku krónunnar sem hefur sveiflast mikið á undanförnum áratugum en raungengi hennar hækkaði um 30 prósent frá 2015 til áramóta 2018. Það eru aðstæður sem samkeppnisaðilar búa ekki við. „Það segir sig náttúrlega sjálft að þegar gengi krónunnar styrkist svona mikið og það eru svona miklar gengissveiflur, þá bætir það við áhættuna sem er í flugrekstri sem þar fyrir utan er mjög mikil,” segir Snorri Jakobsson.
Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Passa að fyrirtæki noti ekki gjaldþrot WOW air til kjaraskerðingar Þá eru þeir sem misst hafa vinnuna hvattir til að afla sér upplýsinga um réttindi sín á vinnumarkaði, að því er fram kemur í vikupistli forseta ASÍ. 29. mars 2019 18:57 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Passa að fyrirtæki noti ekki gjaldþrot WOW air til kjaraskerðingar Þá eru þeir sem misst hafa vinnuna hvattir til að afla sér upplýsinga um réttindi sín á vinnumarkaði, að því er fram kemur í vikupistli forseta ASÍ. 29. mars 2019 18:57
Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00
Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun