Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 12. mars 2019 16:00 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. Vísir/Jói K Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að truflunin á leiðakerfi Icelandair ætti ekki að verða mikil næstu vikurnar þó að félagið hafi ákveðið að taka allar Boeing 737 MAX 8 vélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma. Fyrr í dag bönnuðu bresk flugmálayfirvöld flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX að fljúga í sinni lofthelgi. Bogi segir í samtali við fréttastofu að sú ákvörðun hafi haft áhrif á ákvörðun Icelandair. Í gær var félagið ekki á því að kyrrsetja vélarnar en ákvað að gera það í dag vegna ákvörðunar Breta sem gerði það að verkum að truflanir hefðu orðið á leiðakerfi félagsins hefði það haldið MAX-vélunum í rekstri. „Við ákváðum að bregðast við með því að stöðva rekstur MAX-vélanna. Við höfum ákveðið svigrúm, mikinn fjölda véla, þannig að við getum brugðist við án þess að það hafi neikvæð áhrif á leiðakerfið,“ segir Bogi. Hann efast ekki um öryggi þessara véla. „Nei alls ekki við höfum fulla trú á þessum vélum og gerum ráð fyrir að þær muni nýtast mjög vel í okkar leiðakerfi í framtíðinni.“TF-ICE vél Icelandair af gerðinni Boeing 737 MAX 8.Fréttablaðið/Anton BrinkSpurður hvað Icelandair þoli lengi að hafa þessar vélar kyrrsettar segir Bogi að félagið hafi svigrúm í sínum flota út marsmánuð. „Ef þetta breytist í mars aftur verða áhrifin ekki mikil,“ segir Bogi. Um 300 Boeing 737 MAX-vélar eru í notkun í heiminum en Bogi segir þær enn í notkun í Bandaríkjunum og ekki fyrirhugaðar breytingar þar. „Síðan veit maður aldrei hvað gerist og við erum í sambandi við flugfélög í Evrópu og Norður Ameríku og flugmálayfirvöld beggja vegna Atlantshafsins.“ Hann segir Icelandair hafa vélar upp á að hlaupa út þennan mánuð og því ætti truflunin og kostnaður ekki að verða mikill ef þetta leysist á þeim tíma. Sex MAX-vélar munu bætast við leiðakerfi Icelandair yfir háanna tímann í sumar og áætlar félagið að vera þá með þrjár MAX 9-vélar og sex MAX 8-vélar. Farþegar sem áttu bókað flug með Icelandair til London í dag áttu að fara með MAX-vél en Bogi segir þá hafa verið flutta með Boeing 757-vél og að félagið búi yfir góðum flota af 757-vélum og 767-vélum sem verða notaðar til að leysa úr stöðunni á meðan þessar aðstæður eru. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43 Icelandair kyrrsetur Boeing 737 MAX 8-vélarnar Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri. 12. mars 2019 14:43 Boeing ber fullt traust til 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum gripið hefur verið til eftir þotu Ethiopian Airlines um helgina. 12. mars 2019 15:39 Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að truflunin á leiðakerfi Icelandair ætti ekki að verða mikil næstu vikurnar þó að félagið hafi ákveðið að taka allar Boeing 737 MAX 8 vélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma. Fyrr í dag bönnuðu bresk flugmálayfirvöld flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX að fljúga í sinni lofthelgi. Bogi segir í samtali við fréttastofu að sú ákvörðun hafi haft áhrif á ákvörðun Icelandair. Í gær var félagið ekki á því að kyrrsetja vélarnar en ákvað að gera það í dag vegna ákvörðunar Breta sem gerði það að verkum að truflanir hefðu orðið á leiðakerfi félagsins hefði það haldið MAX-vélunum í rekstri. „Við ákváðum að bregðast við með því að stöðva rekstur MAX-vélanna. Við höfum ákveðið svigrúm, mikinn fjölda véla, þannig að við getum brugðist við án þess að það hafi neikvæð áhrif á leiðakerfið,“ segir Bogi. Hann efast ekki um öryggi þessara véla. „Nei alls ekki við höfum fulla trú á þessum vélum og gerum ráð fyrir að þær muni nýtast mjög vel í okkar leiðakerfi í framtíðinni.“TF-ICE vél Icelandair af gerðinni Boeing 737 MAX 8.Fréttablaðið/Anton BrinkSpurður hvað Icelandair þoli lengi að hafa þessar vélar kyrrsettar segir Bogi að félagið hafi svigrúm í sínum flota út marsmánuð. „Ef þetta breytist í mars aftur verða áhrifin ekki mikil,“ segir Bogi. Um 300 Boeing 737 MAX-vélar eru í notkun í heiminum en Bogi segir þær enn í notkun í Bandaríkjunum og ekki fyrirhugaðar breytingar þar. „Síðan veit maður aldrei hvað gerist og við erum í sambandi við flugfélög í Evrópu og Norður Ameríku og flugmálayfirvöld beggja vegna Atlantshafsins.“ Hann segir Icelandair hafa vélar upp á að hlaupa út þennan mánuð og því ætti truflunin og kostnaður ekki að verða mikill ef þetta leysist á þeim tíma. Sex MAX-vélar munu bætast við leiðakerfi Icelandair yfir háanna tímann í sumar og áætlar félagið að vera þá með þrjár MAX 9-vélar og sex MAX 8-vélar. Farþegar sem áttu bókað flug með Icelandair til London í dag áttu að fara með MAX-vél en Bogi segir þá hafa verið flutta með Boeing 757-vél og að félagið búi yfir góðum flota af 757-vélum og 767-vélum sem verða notaðar til að leysa úr stöðunni á meðan þessar aðstæður eru.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43 Icelandair kyrrsetur Boeing 737 MAX 8-vélarnar Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri. 12. mars 2019 14:43 Boeing ber fullt traust til 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum gripið hefur verið til eftir þotu Ethiopian Airlines um helgina. 12. mars 2019 15:39 Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43
Icelandair kyrrsetur Boeing 737 MAX 8-vélarnar Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri. 12. mars 2019 14:43
Boeing ber fullt traust til 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum gripið hefur verið til eftir þotu Ethiopian Airlines um helgina. 12. mars 2019 15:39