Viðskipti innlent

Með 15 til 20 prósenta hlutdeild á markaði fyrir eignastýringu

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka.
Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka.

Í kjölfar kaupa Kviku banka á GAMMA Capital Management verður sameinað félag með 15 til 20 prósenta hlutdeild, eða áþekka hlutdeild og samstæða Landsbankans, á eignastýringarmarkaði. Eftir sem áður mun samstæða Arion banka tróna yfir keppinautum sínum með 35 til 40 prósenta hlutdeild.

Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem lagði í síðustu viku blessun sína yfir kaup fjárfestingarbankans á GAMMA. Um er að ræða tölulegt mat eftirlitsins á markaðshlutdeild á grundvelli verðmætis eigna í stýringu.

Er það mat eftirlitsins að samruninn muni ekki raska samkeppni á mörkuðum með neinum umtalsverðum hætti.

Samkeppniseftirlitið rannsakaði sérstaklega markaðinn fyrir eigna­stýringu og undirmarkaði hans í ljósi þess að samruninn tekur nær eingöngu til eignastýringar þar sem umsvif GAMMA á öðrum sviðum fjármálaþjónustu, sem Kvika býður einnig upp á, eru afar lítil.

Samanlagðar eignir í stýringu hjá Kviku og rekstrarfélögum í eigu bankans verða um 400 milljarðar króna í kjölfar kaupanna.

Var það niðurstaða eftirlitsins að í heild leiddu kaupin til þess að hlutdeild fyrirtækjanna tveggja á heildarmarkaðinum fyrir eigna­stýringu styrktist nokkuð. Kaupin hefðu hins vegar lítil áhrif á hlutdeild á smásölusjóðamarkaði en samþjöppun ykist nokkuð á fagfjárfestasjóðamarkaði.

„Það skiptir verulegu máli í þessu sambandi að á þeim markaði, jafnt sem smásölusjóðamarkaði, etur sameinað félag kappi við öfluga keppinauta sem búa yfir miklum fjárhagslegum styrkleika, þ.e. við stóru viðskiptabankana þrjá,“ segir í ákvörðun eftirlitsins.

Jafnframt búi sameinað félag við öflugt kaupendaaðhald frá almennu lífeyrissjóðunum.

Í umsögnum til Samkeppniseftirlitsins kom almennt fram það mat hjá keppinautum á eignastýringarmarkaði, jafnt stórum sem smáum, að samkeppnin væri hörð á markaðinum.

Virtust fyrirtækin á markaðinum ekki telja að samruninn myndi hafa neikvæð áhrif á samkeppni. Ekki væri ólíklegt að aukin stærðarhagkvæmni sameinaðs félags Kviku og GAMMA myndi leiða til aukinnar verðsamkeppni.

Slík aukin verðsamkeppni myndi þó geta gert smærri fyrirtækjum erfiðara um vik á markaðinum en þar sem smærri fyrirtækin einbeittu sér fremur að óhefðbundnari fjárfestingarkimum markaðarins, þá ætti það hins vegar ekki við um öll smærri fyrirtækin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.