Körfubolti

Loksins sigur hjá Lakers

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LeBron James var kátur í nótt.
LeBron James var kátur í nótt. Vísir/Getty

LA Lakers komst aftur á sigurbraut í NBA-deildinni vestanhafs eftir fimm tapleiki í röð. Í nótt hafði liðið betur gegn Chicago Bulls á útivelli, 123-107.

Lakers byrjaði reyndar ekki vel í leiknum og skoraði aðeins sextán stig í fyrsta leikhluta. Chicago var með átján stiga forystu að honum loknum en þá fóru gestirnir í gang og tóku leikinn yfir í þriðja leikhluta.

LeBron James skoraði 36 stig fyrir Lakers og var með tíu fráköst þar að auki. Kentavious Caldwell-Pope átti einnig góða innkomu af bekknum og skoraði 24 stig.

San Antonio vann Dallas, 112-105. DeMar DeRozan skoraði 33 stig og LaMarcus Aldridge 28 fyrir San Antonio sem hefur unnið nú unnið sex leiki í röð.

Þetta var hins vegar sjötti tapleikur Dallas í röð en Luka Doncic náði sér ekki á strik í nótt. hann skoraði tólf stig en nýtti aðeins fimm af átján skotum sínum í leiknum og eitt af níu af vítalínunni. Doncic hefur verið að glíma við meiðsli í hné síðustu vikur.

Þá hafði Philadelphia betur gegn Cleveland, 106-99, þar sem Joel Embiid náði sinni 50. tvöföldu tvennu á tímabilinu. Hún var með sautján stig og nítján fráköst, en Embiid varði fjögur skot þar að auki.Úrslit næturinnar:
Indiana - New York 103-98
Philadelphia - Cleveland 106-99
Chicago - LA Lakers 107-123
New Orleans - Milwaukee 113-130
Dallas - San Antonio 105-112
Denver - Minnesota 133-107
LA Clippers - Portland 104-125

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.