Viðskipti innlent

Laun bankastjóra lækkuð

Birgir Olgeirsson skrifar
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Hanna

Laun bankastjóra Íslandsbanka og Landsbankans hafa verið lækkuð. Frá þessu er greint í bréfi Bankasýslu ríkisins til fjármála- og efnahagsráðherra í dag.

Laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, verða 3.650.000 á mánuði án hlunninda frá og með 1. apríl. Laun hennar í dag eru 4.200.000 á mánuði en námu 3.850.000 á mánuði þegar ríkissjóður eignaðist allt hlutafé í bankanum árið 2016.

Þá hefur kaupaukakerfi bankans einnig verið afnumið með breytingum á eignarhaldi bankans. Samkvæmt upplýsingum Bankasýslunnar nema hlunnindi Birnu frá og með 1. apríl um 200 þúsund krónum á mánuði.

Nema því laun hennar með hlunnindum frá og með 1. apríl 3.850 þúsund krónum.

Hefur því öll hækkun sem varð frá yfirtöku ríkisins á bankanum verið dregin til baka.

Laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, hafa verið lækkuð úr 3,8 milljónum króna í 3,2 milljónir króna og verða bifreiðahlunnindi hennar 206 þúsund krónur. Með hlunnindum verða heildarmánaðarlaun Lilju Bjarkar 3,5 milljónir króna frá og með 1. apríl næstkomandi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.