Telur forsendur til að lækka bindiskylduna í núll prósent Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 06:30 VÍSIR/STEFÁN Seðlabanki Íslands telur að forsendur geti verið fyrir því að lækka verulega, jafnvel niður í núll prósent, hina sérstöku bindiskyldu á innflæði erlends fjármagns á sama tíma og aflandskrónur eru losaðar. Þetta kemur fram í umsögn bankans um frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, sem mun heimila eigendum aflandskróna að skipta þeim yfir í erlendan gjaldeyri og flytja úr landi. Bindiskyldan var sem kunnugt er lækkuð úr 40 prósentum í 20 prósent í nóvember síðastliðnum. Í umsögn Seðlabankans er rík áhersla lögð á að frumvarpið verði samþykkt áður en gjalddagi tiltekins flokks ríkisbréfa renni upp þann 26. febrúar næstkomandi. Bankinn bendir á að þá muni umfang aflandskrónueigna í lausu fé aukast um 25 milljarða króna ef frumvarpið verði ekki orðið að lögum. „Við það eykst hætta á að stórir aflandskrónueigendur, sem átt hafa sín bréf í samfelldu eignarhaldi frá því fyrir höft og taldir hafa verið líklegir til að endurfjárfesta í íslenskum skuldabréfum þegar þeirra bréf koma á gjalddaga þann 26. febrúar, muni í stað þess leita út þegar þeir losna af bundnum reikningum,“ segir Seðlabankinn. Ef sú verði raunin muni bankinn þurfa að eyða mun meiri gjaldeyrisforða til þess að koma í veg fyrir gengisfall krónunnar þegar aflandskrónur verða losaðar. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir „Það er einfaldlega skortur á fjármagni á Íslandi“ Agnar Tómas Möller, annar stofnenda Gamma, segir að svokölluð sérstök bindiskylda Seðlabankans hafi beinlínis leitt til hærri vaxta til heimila og fyrirtækja hér á landi. Hann segir að aðstæður á Íslandi séu allt aðrar en fyrir hrun og útlendingar vilji fjárfesta á Íslandi til langs tíma. 23. apríl 2018 18:30 Hægist hratt á hagvexti í ár vegna minni útflutnings Hagvöxtur helmingast frá fyrra ári og verður 3,7 prósent í ár. Viðskiptaafgangur dregst mjög saman á komandi árum. Ekki er von á breytingum á innflæðishöftum á næstunni. Leiðrétting á íbúðaverði ólíkleg. 16. nóvember 2017 07:30 Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Seðlabanki Íslands telur að forsendur geti verið fyrir því að lækka verulega, jafnvel niður í núll prósent, hina sérstöku bindiskyldu á innflæði erlends fjármagns á sama tíma og aflandskrónur eru losaðar. Þetta kemur fram í umsögn bankans um frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, sem mun heimila eigendum aflandskróna að skipta þeim yfir í erlendan gjaldeyri og flytja úr landi. Bindiskyldan var sem kunnugt er lækkuð úr 40 prósentum í 20 prósent í nóvember síðastliðnum. Í umsögn Seðlabankans er rík áhersla lögð á að frumvarpið verði samþykkt áður en gjalddagi tiltekins flokks ríkisbréfa renni upp þann 26. febrúar næstkomandi. Bankinn bendir á að þá muni umfang aflandskrónueigna í lausu fé aukast um 25 milljarða króna ef frumvarpið verði ekki orðið að lögum. „Við það eykst hætta á að stórir aflandskrónueigendur, sem átt hafa sín bréf í samfelldu eignarhaldi frá því fyrir höft og taldir hafa verið líklegir til að endurfjárfesta í íslenskum skuldabréfum þegar þeirra bréf koma á gjalddaga þann 26. febrúar, muni í stað þess leita út þegar þeir losna af bundnum reikningum,“ segir Seðlabankinn. Ef sú verði raunin muni bankinn þurfa að eyða mun meiri gjaldeyrisforða til þess að koma í veg fyrir gengisfall krónunnar þegar aflandskrónur verða losaðar.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir „Það er einfaldlega skortur á fjármagni á Íslandi“ Agnar Tómas Möller, annar stofnenda Gamma, segir að svokölluð sérstök bindiskylda Seðlabankans hafi beinlínis leitt til hærri vaxta til heimila og fyrirtækja hér á landi. Hann segir að aðstæður á Íslandi séu allt aðrar en fyrir hrun og útlendingar vilji fjárfesta á Íslandi til langs tíma. 23. apríl 2018 18:30 Hægist hratt á hagvexti í ár vegna minni útflutnings Hagvöxtur helmingast frá fyrra ári og verður 3,7 prósent í ár. Viðskiptaafgangur dregst mjög saman á komandi árum. Ekki er von á breytingum á innflæðishöftum á næstunni. Leiðrétting á íbúðaverði ólíkleg. 16. nóvember 2017 07:30 Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
„Það er einfaldlega skortur á fjármagni á Íslandi“ Agnar Tómas Möller, annar stofnenda Gamma, segir að svokölluð sérstök bindiskylda Seðlabankans hafi beinlínis leitt til hærri vaxta til heimila og fyrirtækja hér á landi. Hann segir að aðstæður á Íslandi séu allt aðrar en fyrir hrun og útlendingar vilji fjárfesta á Íslandi til langs tíma. 23. apríl 2018 18:30
Hægist hratt á hagvexti í ár vegna minni útflutnings Hagvöxtur helmingast frá fyrra ári og verður 3,7 prósent í ár. Viðskiptaafgangur dregst mjög saman á komandi árum. Ekki er von á breytingum á innflæðishöftum á næstunni. Leiðrétting á íbúðaverði ólíkleg. 16. nóvember 2017 07:30
Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45