Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. apríl 2018 19:45 Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. Í júní 2016 setti Seðlabankinn sérstaka bindiskyldu á fjármagnsinnstreymi Samkvæmt henni skal binda binda 40 prósent af nýju innflæði vegna fjárfestingar í skráðum skuldabréfum á vaxtalausum reikningi í Seðlabankanum í eitt ár. Tilgangurinn er að draga úr áhættu sem fylgir óhóflegu fjármagnsinnstreymi en þetta var eitt helsta vandamál peningastefnunnar fyrir hrun. Þessi „bindiskylda“ er kölluð innflæðishöft á fjármálamarkaði og þar er kallað eftir afnámi hennar. Sjá til dæmis hér, hér, hér og hér. Agnar Tómas Möller, annar stofnenda Gamma og framkvæmdastjóri sjóða hjá sama fyrirtæki, skrifaði grein á dögunum þar sem hann gagnrýndi bindiskylduna harðlega og sagði að það væri „áhugavert að velta því upp hvernig það varð hluti af peningastefnunni að hindra frjálst flæði fjármagns, þvert á ákvæði EES-samningsins.“Forsenda sjálfstæðrar peningastefnu Gamma er einmitt eitt af þeim fyrirtækjum sem tapa á bindiskyldunni enda sérhæfir Gamma sig meðal annars í miðlun skuldabréfa. Umræða um afnám bindiskyldunnar hefur ratað víða að undaförnu. Meðal annars inn í sali Alþingis. Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands varar við afnámi bindiskyldunnar. „Það sem bindiskyldan gerir er að hún gerir sjálfstæða peningastjórn mögulega. Án hennar væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil,“ segir Gylfi. Hann segir að bindiskyldan hafi dregið úr ásókn í vaxtamunarviðskipti sem sýni að hún virkar. „Ef við tækjum hana af á morgun þá myndi erlent fjármagn, kvikt fjármagn, streyma inn í landið og krónan myndi hækka í verði (styrkjast innsk.blm). Það myndi auka innflutning og viðskiptaafgangurinn myndi breytast í viðskiptahalla. Í stað þess að erlenda staðan færi batnandi þá færi hún versnandi og við værum að byggja upp lífskjör á kvikum fjármagnshreyfingum inn í landið sem gætu síðan mjög skyndilega snúist við,“ segir Gylfi. Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. Í júní 2016 setti Seðlabankinn sérstaka bindiskyldu á fjármagnsinnstreymi Samkvæmt henni skal binda binda 40 prósent af nýju innflæði vegna fjárfestingar í skráðum skuldabréfum á vaxtalausum reikningi í Seðlabankanum í eitt ár. Tilgangurinn er að draga úr áhættu sem fylgir óhóflegu fjármagnsinnstreymi en þetta var eitt helsta vandamál peningastefnunnar fyrir hrun. Þessi „bindiskylda“ er kölluð innflæðishöft á fjármálamarkaði og þar er kallað eftir afnámi hennar. Sjá til dæmis hér, hér, hér og hér. Agnar Tómas Möller, annar stofnenda Gamma og framkvæmdastjóri sjóða hjá sama fyrirtæki, skrifaði grein á dögunum þar sem hann gagnrýndi bindiskylduna harðlega og sagði að það væri „áhugavert að velta því upp hvernig það varð hluti af peningastefnunni að hindra frjálst flæði fjármagns, þvert á ákvæði EES-samningsins.“Forsenda sjálfstæðrar peningastefnu Gamma er einmitt eitt af þeim fyrirtækjum sem tapa á bindiskyldunni enda sérhæfir Gamma sig meðal annars í miðlun skuldabréfa. Umræða um afnám bindiskyldunnar hefur ratað víða að undaförnu. Meðal annars inn í sali Alþingis. Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands varar við afnámi bindiskyldunnar. „Það sem bindiskyldan gerir er að hún gerir sjálfstæða peningastjórn mögulega. Án hennar væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil,“ segir Gylfi. Hann segir að bindiskyldan hafi dregið úr ásókn í vaxtamunarviðskipti sem sýni að hún virkar. „Ef við tækjum hana af á morgun þá myndi erlent fjármagn, kvikt fjármagn, streyma inn í landið og krónan myndi hækka í verði (styrkjast innsk.blm). Það myndi auka innflutning og viðskiptaafgangurinn myndi breytast í viðskiptahalla. Í stað þess að erlenda staðan færi batnandi þá færi hún versnandi og við værum að byggja upp lífskjör á kvikum fjármagnshreyfingum inn í landið sem gætu síðan mjög skyndilega snúist við,“ segir Gylfi.
Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira