Teikn á lofti um alvarlega stöðnun eða samdrátt í hagkerfinu Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 21. febrúar 2019 07:00 Hlutverk leiðandi hagvísis Analytica er að veita skýra sýn á efnahagshorfur og vara tímanlega við viðsnúningi í efnahagsumsvif. Fréttablaðið/Anton Leiðandi hagvísir ráðgjafarfyrirtækisins Analytica lækkaði tólfta mánuðinn í röð í janúar. Þetta er mesta lækkun hagvísisins síðan árið 2008. Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, segir alvarlega hættu á stöðnun í hagkerfinu. „Þó að aðstæðurnar árin 2007 og 2008 hafi verið öfgafyllri og ósamanburðarhæfar því sem nú er, þá bendir þessi þróun til þess að alvarleg hætta sé á stöðnun, það er að segja að það verði enginn hagvöxtur á næstunni eða jafnvel samdráttur,“ segir Yngvi í samtali við Fréttablaðið. Hagvísirinn er vísitala sem gefur vísbendingu um efnahagsumsvif að sex mánuðum liðnum. Hlutverk hennar er meðal annars að veita skýra sýn á efnahagshorfur og vara tímanlega við viðsnúningi í efnahagsumsvifum. Ef lækkun á hagvísinum er skörp gefur það til kynna að samdráttur sé fram undan. Fjórir af sex undirliðum vísitölunnar lækkuðu frá því í desember. „Við höfum ekki séð viðlíka samdrátt í debetkortaveltu síðan árin 2007 og 2008. Samhliða því hefur væntingavísitalan lækkað sem þýðir að almenningur er orðinn svartsýnni á stöðuna. Síðan er innflutningur að dragast saman,“ segir Yngvi. „Helsti áhrifaþátturinn er hins vegar sá að ferðamannafjöldinn hefur verið að þróast til verri vegar.“ Undirliðirnir sex sem mynda leiðandi hagvísi Analytica eru aflamagn, debetkortavelta, ferðamannafjöldi, heimsvísitala hlutabréfa, innflutningur og væntingavísitala Gallup. Að sögn Yngva hefur hver og einn tilhneigingu til að leiða þróunina í hagkerfinu. Yngvi tekur fram að um sé að ræða spá um þróun til skamms tíma, þ.e. næstu mánaða, en ekki margra ára. Þannig sé langtímaleitni ferðamannafjölda enn sterk. Þar sem hagvísirinn hafi lækkað í tólf mánuði samfleytt eigi einkenni hægari vaxtar þegar að vera farin að sjást. „Vísitalan spáir um sex mánuði fram í tímann og því hefði átt að bera á einkennum hægari vaxtar síðasta haust. Ég tel að svo hafi verið. Ferðaþjónustan hefur verið á þann veg, innflutningur hefur minnkað og stefnir í samdrátt frá fyrra ári og fréttir af uppsögnum fólks hafa verið áberandi. Þróunin í hagkerfinu er í takt við vísitöluna,“ segir Yngvi. Þá eru áfram óvissuþættir sem geta haft mikil áhrif á það í hvaða átt hagkerfið stefnir. Nefnir Yngvi að framvinda og niðurstaða kjaraviðræðna sé einn helsti óvissuþátturinn hér heima fyrir. Þá getur þróun mála í alþjóðastjórnmálum ógnað stöðunni. „Það er rétt sem seðlabankastjóri sagði á dögunum um að verkföll munu auka þennan vanda. Ef það kemur hrina verkfalla þá eykur það líkurnar á að við lendum í samdrætti,“ segir Yngvi og vísar til ummæla Más Guðmundssonar seðlabankastjóra frá því í byrjun febrúar. Varaði seðlabankastjóri við verkföllum og óhóflegum launahækkunum í yfirstandandi kjaraviðræðum. Afleiðing þeirra yrði hærri vextir og meira atvinnuleysi. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í byrjun febrúar að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvöxtum bankans, vöxtum á sjö daga bundnum innlánum, var því haldið í 4,5 prósentum. Samkvæmt þjóðhagsspá sem bankinn birti samhliða vaxtaákvörðuninni er gert ráð fyrir að töluvert hægi á hagvexti í ár og að hann verði 1,8 prósent. Það er um eins prósents minni vöxtur en bankinn gerði ráð fyrir í nóvember. Gangi spá bankans eftir verður það minnsti hagvöxtur sem mælst hefur frá árinu 2012. Sagði bankinn að hægari vöxtur stafaði einkum af samdrætti í ferðaþjónustu. Horfur væru á því að spenna í þjóðarbúskapnum minnkaði hraðar en áður var talið. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stefnir í tíu prósenta samdrátt á flugsætum í sumar Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14% í ár frá því sem var í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir að framboð sæta hjá WOW air dragist saman um 44%. 18. febrúar 2019 14:42 Verðbólguvæntingar að aukast hjá stjórnendum stórfyrirtækja Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins búast við aukinni verðbólgu næstu tólf mánuði. Hafa verðbólguvæntingar þeirra ekki verið meiri frá því í aðdraganda síðustu kjarasamninga. 19. desember 2018 08:00 Verðbólgan var 3,4% í janúar Vísitala neysluverðs lækkaði í janúar og mældist þá 3,4% samanborið við 3,7% verðbólgu í desember. Breytingin skýrist að hluta til af verðlækkunum á janúarútsölum. 29. janúar 2019 14:45 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjá meira
Leiðandi hagvísir ráðgjafarfyrirtækisins Analytica lækkaði tólfta mánuðinn í röð í janúar. Þetta er mesta lækkun hagvísisins síðan árið 2008. Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, segir alvarlega hættu á stöðnun í hagkerfinu. „Þó að aðstæðurnar árin 2007 og 2008 hafi verið öfgafyllri og ósamanburðarhæfar því sem nú er, þá bendir þessi þróun til þess að alvarleg hætta sé á stöðnun, það er að segja að það verði enginn hagvöxtur á næstunni eða jafnvel samdráttur,“ segir Yngvi í samtali við Fréttablaðið. Hagvísirinn er vísitala sem gefur vísbendingu um efnahagsumsvif að sex mánuðum liðnum. Hlutverk hennar er meðal annars að veita skýra sýn á efnahagshorfur og vara tímanlega við viðsnúningi í efnahagsumsvifum. Ef lækkun á hagvísinum er skörp gefur það til kynna að samdráttur sé fram undan. Fjórir af sex undirliðum vísitölunnar lækkuðu frá því í desember. „Við höfum ekki séð viðlíka samdrátt í debetkortaveltu síðan árin 2007 og 2008. Samhliða því hefur væntingavísitalan lækkað sem þýðir að almenningur er orðinn svartsýnni á stöðuna. Síðan er innflutningur að dragast saman,“ segir Yngvi. „Helsti áhrifaþátturinn er hins vegar sá að ferðamannafjöldinn hefur verið að þróast til verri vegar.“ Undirliðirnir sex sem mynda leiðandi hagvísi Analytica eru aflamagn, debetkortavelta, ferðamannafjöldi, heimsvísitala hlutabréfa, innflutningur og væntingavísitala Gallup. Að sögn Yngva hefur hver og einn tilhneigingu til að leiða þróunina í hagkerfinu. Yngvi tekur fram að um sé að ræða spá um þróun til skamms tíma, þ.e. næstu mánaða, en ekki margra ára. Þannig sé langtímaleitni ferðamannafjölda enn sterk. Þar sem hagvísirinn hafi lækkað í tólf mánuði samfleytt eigi einkenni hægari vaxtar þegar að vera farin að sjást. „Vísitalan spáir um sex mánuði fram í tímann og því hefði átt að bera á einkennum hægari vaxtar síðasta haust. Ég tel að svo hafi verið. Ferðaþjónustan hefur verið á þann veg, innflutningur hefur minnkað og stefnir í samdrátt frá fyrra ári og fréttir af uppsögnum fólks hafa verið áberandi. Þróunin í hagkerfinu er í takt við vísitöluna,“ segir Yngvi. Þá eru áfram óvissuþættir sem geta haft mikil áhrif á það í hvaða átt hagkerfið stefnir. Nefnir Yngvi að framvinda og niðurstaða kjaraviðræðna sé einn helsti óvissuþátturinn hér heima fyrir. Þá getur þróun mála í alþjóðastjórnmálum ógnað stöðunni. „Það er rétt sem seðlabankastjóri sagði á dögunum um að verkföll munu auka þennan vanda. Ef það kemur hrina verkfalla þá eykur það líkurnar á að við lendum í samdrætti,“ segir Yngvi og vísar til ummæla Más Guðmundssonar seðlabankastjóra frá því í byrjun febrúar. Varaði seðlabankastjóri við verkföllum og óhóflegum launahækkunum í yfirstandandi kjaraviðræðum. Afleiðing þeirra yrði hærri vextir og meira atvinnuleysi. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í byrjun febrúar að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvöxtum bankans, vöxtum á sjö daga bundnum innlánum, var því haldið í 4,5 prósentum. Samkvæmt þjóðhagsspá sem bankinn birti samhliða vaxtaákvörðuninni er gert ráð fyrir að töluvert hægi á hagvexti í ár og að hann verði 1,8 prósent. Það er um eins prósents minni vöxtur en bankinn gerði ráð fyrir í nóvember. Gangi spá bankans eftir verður það minnsti hagvöxtur sem mælst hefur frá árinu 2012. Sagði bankinn að hægari vöxtur stafaði einkum af samdrætti í ferðaþjónustu. Horfur væru á því að spenna í þjóðarbúskapnum minnkaði hraðar en áður var talið.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stefnir í tíu prósenta samdrátt á flugsætum í sumar Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14% í ár frá því sem var í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir að framboð sæta hjá WOW air dragist saman um 44%. 18. febrúar 2019 14:42 Verðbólguvæntingar að aukast hjá stjórnendum stórfyrirtækja Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins búast við aukinni verðbólgu næstu tólf mánuði. Hafa verðbólguvæntingar þeirra ekki verið meiri frá því í aðdraganda síðustu kjarasamninga. 19. desember 2018 08:00 Verðbólgan var 3,4% í janúar Vísitala neysluverðs lækkaði í janúar og mældist þá 3,4% samanborið við 3,7% verðbólgu í desember. Breytingin skýrist að hluta til af verðlækkunum á janúarútsölum. 29. janúar 2019 14:45 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjá meira
Stefnir í tíu prósenta samdrátt á flugsætum í sumar Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14% í ár frá því sem var í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir að framboð sæta hjá WOW air dragist saman um 44%. 18. febrúar 2019 14:42
Verðbólguvæntingar að aukast hjá stjórnendum stórfyrirtækja Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins búast við aukinni verðbólgu næstu tólf mánuði. Hafa verðbólguvæntingar þeirra ekki verið meiri frá því í aðdraganda síðustu kjarasamninga. 19. desember 2018 08:00
Verðbólgan var 3,4% í janúar Vísitala neysluverðs lækkaði í janúar og mældist þá 3,4% samanborið við 3,7% verðbólgu í desember. Breytingin skýrist að hluta til af verðlækkunum á janúarútsölum. 29. janúar 2019 14:45