Stefnir í tíu prósenta samdrátt á flugsætum í sumar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2019 14:42 Áætlanir gera ráð fyrir að framboð sæta hjá WOW dragist saman um 44% í sumar. Vísir/Vilhelm Mesta framboð á flugsætum verður til og frá Kaupmannahöfn að því er fram kemur í ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri. Framboð á sætum til og frá Kaupmannahöfn eykst um níu prósent frá því sem var í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Heildarframboð á flugsætum minnkar. Hlutfallið fer úr 7,9 milljón flugsætum á sumaráætlun í fyrra niður í 7,1 milljón flugsæta í ár. Það er samdráttur upp á 10 prósent. Hafa ber þó í huga að þessi flugáætlun, sem og aðrar, geta tekið breytingum hjá flugfélögun. Þessar tölur gilda fyrir tímabilið apríl til október 2019 og gildir samanburðurinn fyrir sama tímabil í fyrra. Sumartímabilið samkvæmt skilgreiningu Alþjóðasamtaka flugfélaga, IATA (International Air Transport Association), nær frá lok mars ár hvert til loka októbermánaðar. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14% í ár frá því sem var í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir að framboð sæta hjá WOW air dragist saman um 44%.Hjá öðrum flugfélögum sem fljúga um Keflavíkurflugvöll verður samanlagt um 4% samdráttur. Mismunandi er þó hvort félögin eru að minnka sætaframboð eða auka það. Wizz air eykur sætaframboð sitt um 15%, SAS um 22% og Finnair um 10% á meðan easyJet minnkar framboðið um 11%, British Airways um 23% og Norwegian um 14% Samkvæmt áætlunum félaganna fyrir sumarið er útlit fyrir að flugsætum til og frá Bandaríkjunum fækki um 29% og til og frá Bretlandi um 22%. Sætaframboð til og frá Þýskalandi eykst hins vegar um 10%, til og frá Noregi og Sviss um 16% og Kanada um 18%. Helsta skýringin á minna framboði bandarískra flugsæta er fækkun áfangastaða í Bandaríkjunum. Færri flugsæti til og frá Bretlandi geta skýrst af minna sætaframboði hjá bæði easyJet og British Airways í sumar. Sætaframboð eykst á leiðum til og frá Kaupmannahöfn, eða um 9% milli ára. Þá eykst framboðið um 16% til og frá Ósló. Það dregst saman um 18% til og frá JFK-flugvelli í New York og um 9% til og frá París. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Mesta framboð á flugsætum verður til og frá Kaupmannahöfn að því er fram kemur í ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri. Framboð á sætum til og frá Kaupmannahöfn eykst um níu prósent frá því sem var í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Heildarframboð á flugsætum minnkar. Hlutfallið fer úr 7,9 milljón flugsætum á sumaráætlun í fyrra niður í 7,1 milljón flugsæta í ár. Það er samdráttur upp á 10 prósent. Hafa ber þó í huga að þessi flugáætlun, sem og aðrar, geta tekið breytingum hjá flugfélögun. Þessar tölur gilda fyrir tímabilið apríl til október 2019 og gildir samanburðurinn fyrir sama tímabil í fyrra. Sumartímabilið samkvæmt skilgreiningu Alþjóðasamtaka flugfélaga, IATA (International Air Transport Association), nær frá lok mars ár hvert til loka októbermánaðar. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14% í ár frá því sem var í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir að framboð sæta hjá WOW air dragist saman um 44%.Hjá öðrum flugfélögum sem fljúga um Keflavíkurflugvöll verður samanlagt um 4% samdráttur. Mismunandi er þó hvort félögin eru að minnka sætaframboð eða auka það. Wizz air eykur sætaframboð sitt um 15%, SAS um 22% og Finnair um 10% á meðan easyJet minnkar framboðið um 11%, British Airways um 23% og Norwegian um 14% Samkvæmt áætlunum félaganna fyrir sumarið er útlit fyrir að flugsætum til og frá Bandaríkjunum fækki um 29% og til og frá Bretlandi um 22%. Sætaframboð til og frá Þýskalandi eykst hins vegar um 10%, til og frá Noregi og Sviss um 16% og Kanada um 18%. Helsta skýringin á minna framboði bandarískra flugsæta er fækkun áfangastaða í Bandaríkjunum. Færri flugsæti til og frá Bretlandi geta skýrst af minna sætaframboði hjá bæði easyJet og British Airways í sumar. Sætaframboð eykst á leiðum til og frá Kaupmannahöfn, eða um 9% milli ára. Þá eykst framboðið um 16% til og frá Ósló. Það dregst saman um 18% til og frá JFK-flugvelli í New York og um 9% til og frá París.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira