Viðskipti innlent

Hagstofan spáir 1,7% hagvexti í ár

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Næstu ár er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði á bilinu 2,5-2,8%.
Næstu ár er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði á bilinu 2,5-2,8%. Vísir/vilhelm

Útlit er fyrir að verg landsframleiðsla aukist um 1,7% í ár. Það er nokkuð minni aukning miðað við meðalvöxt síðustu fimm ára sem er um 4,4%. Verri horfur í ár má meðal annars rekja til minni útflutnings, en reiknað er með tæplega 3% aukningu þjóðarútgjalda. Þetta kemur fram í endurskoðaðri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands sem tekur til áranna 2018 til 2024.

Næstu ár er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði á bilinu 2,5-2,8%. Gert er ráð fyrir að hægja muni á vexti einkaneyslu í ár og að hann verði 3,6%. Uppfærðar fjárhagsáætlanir sveitarfélaga, ásamt fjárlögum 2019 sem afgreidd voru í desember síðastliðnum, gera það að verkum að endurskoðuð spá fyrir vöxt samneyslu í ár er 2,7%.

Hægt hefur á fjárfestingu að undanförnu og er áætlað að hún aukist um rúmlega 1% í ár en vaxi hraðar eftir það. Gert er ráð fyrir að fjárfestingarstig verði lítillega yfir meðaltali síðustu 20 ára sem er í kringum 22% af landsframleiðslu. Útflutningshorfur hafa versnað frá fyrri spá vegna aukinnar óvissu í ferðaþjónustu og líkum á minna framboði flugs til landsins á árinu. Reiknað er með 1,6% vexti útflutnings á árinu.

Eftir að gengi krónunnar tók að lækka síðastliðið haust versnuðu verðbólguhorfur. Í ár er spáð 3,8% verðbólgu, þar sem gengisáhrif vega þungt. Óvissa um verðbólguhorfur er þó töluverð vegna breytinga í ferðaþjónustu og útkomu kjarasamninga.

Hagstofan gaf síðast út þjóðhagsspá 2. nóvember sl. og er næsta útgáfa fyrirhuguð í maí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
2,53
12
184.232
ICEAIR
2
25
218.726
TM
1,64
3
40.650
SYN
1,48
8
74.284
ORIGO
1,12
4
39.306

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,09
2
14.507
REGINN
-0,99
4
62.307
EIM
-0,81
1
173
HEIMA
-0,79
2
42.030
SIMINN
-0,68
3
11.947
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.