Keyptu meira en tíu lúxusíbúðir Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 27. febrúar 2019 07:00 ÞG Verk byggir Hafnartorgið. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari ÞG Verk hefur selt eða samþykkt kauptilboð í allar íbúðir nema tvær, samtals þrjátíu íbúðir, í fyrstu tveimur húsum á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Þetta staðfestir Davíð Már Sigurðsson, sölu- og markaðsstjóri ÞG Verks, í samtali við Markaðinn. Fyrir skemmstu var samþykkt eitt kauptilboð um kaup fjárfesta á meira en tíu lúxusíbúðum í húsunum tveimur. Davíð Már segir aðspurður að kaupendur að íbúðunum þrjátíu, sem voru settar í sölu um mitt síðasta ár, séu Íslendingar. Meðalverð á fermetra hefur verið um 800 þúsund krónur sem hann segir vel viðunandi. Það sé talsvert hærra en gangi og gerist í öðrum nýbyggingum á svæðinu. Samkvæmt söluvef ÞG Verks eru samanlagt 70 íbúðir í fimm mismunandi byggingum á Hafnartorgi. Eins og áður segir hafa 30 íbúðir í tveimur fyrstu húsunum nú verið seldar og stendur til að setja íbúðir í hinum blokkunum þremur formlega í sölu í næsta mánuði, að sögn Davíðs Más. Þó kemur til greina að ÞG Verk haldi einhverjum íbúðum og eigi þær áfram í tvö til þrjú ár. Haft var eftir Þorvaldi Gissurarsyni, forstjóra ÞG Verks, í Markaðinum í síðasta mánuði að verkefnið kostaði í heild um 13 til 14 milljarða. Um það bil helmingur fjárhæðarinnar væri lánsfé frá Landsbankanum. „Eins lengi og þarf á að halda,“ svaraði Þorvaldur spurður hve lengi fyrirtækið gæti beðið með að selja eignirnar á meðan markaðsaðstæður væru krefjandi. „Ég hef engar áhyggjur af Hafnartorgi. Það er ekkert óeðlilegt að svona verkefni taki lengri tíma í markaðssetningu og sölu en hefðbundið húsnæði. Það kemur ekki á óvart. Þetta er allt önnur vara sem verið er að bjóða en annars staðar,“ sagði hann. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Segir það „tóma tjöru“ að Beckham-hjónin hafi sýnt íbúðum á Hafnartorgi áhuga Staðfesting á því fékkst frá vini Beckham-hjónanna, Björgólfi Thor. 17. október 2018 20:25 Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45 Beðið með sölu á lúxusíbúðum Ekki hefur verið ákveðið hvenær lúxusíbúðir í þremur blokkum á Hafnartorgi sem ÞG Verk byggir verða settar formlega í sölu. 30. janúar 2019 06:00 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
ÞG Verk hefur selt eða samþykkt kauptilboð í allar íbúðir nema tvær, samtals þrjátíu íbúðir, í fyrstu tveimur húsum á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Þetta staðfestir Davíð Már Sigurðsson, sölu- og markaðsstjóri ÞG Verks, í samtali við Markaðinn. Fyrir skemmstu var samþykkt eitt kauptilboð um kaup fjárfesta á meira en tíu lúxusíbúðum í húsunum tveimur. Davíð Már segir aðspurður að kaupendur að íbúðunum þrjátíu, sem voru settar í sölu um mitt síðasta ár, séu Íslendingar. Meðalverð á fermetra hefur verið um 800 þúsund krónur sem hann segir vel viðunandi. Það sé talsvert hærra en gangi og gerist í öðrum nýbyggingum á svæðinu. Samkvæmt söluvef ÞG Verks eru samanlagt 70 íbúðir í fimm mismunandi byggingum á Hafnartorgi. Eins og áður segir hafa 30 íbúðir í tveimur fyrstu húsunum nú verið seldar og stendur til að setja íbúðir í hinum blokkunum þremur formlega í sölu í næsta mánuði, að sögn Davíðs Más. Þó kemur til greina að ÞG Verk haldi einhverjum íbúðum og eigi þær áfram í tvö til þrjú ár. Haft var eftir Þorvaldi Gissurarsyni, forstjóra ÞG Verks, í Markaðinum í síðasta mánuði að verkefnið kostaði í heild um 13 til 14 milljarða. Um það bil helmingur fjárhæðarinnar væri lánsfé frá Landsbankanum. „Eins lengi og þarf á að halda,“ svaraði Þorvaldur spurður hve lengi fyrirtækið gæti beðið með að selja eignirnar á meðan markaðsaðstæður væru krefjandi. „Ég hef engar áhyggjur af Hafnartorgi. Það er ekkert óeðlilegt að svona verkefni taki lengri tíma í markaðssetningu og sölu en hefðbundið húsnæði. Það kemur ekki á óvart. Þetta er allt önnur vara sem verið er að bjóða en annars staðar,“ sagði hann.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Segir það „tóma tjöru“ að Beckham-hjónin hafi sýnt íbúðum á Hafnartorgi áhuga Staðfesting á því fékkst frá vini Beckham-hjónanna, Björgólfi Thor. 17. október 2018 20:25 Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45 Beðið með sölu á lúxusíbúðum Ekki hefur verið ákveðið hvenær lúxusíbúðir í þremur blokkum á Hafnartorgi sem ÞG Verk byggir verða settar formlega í sölu. 30. janúar 2019 06:00 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Segir það „tóma tjöru“ að Beckham-hjónin hafi sýnt íbúðum á Hafnartorgi áhuga Staðfesting á því fékkst frá vini Beckham-hjónanna, Björgólfi Thor. 17. október 2018 20:25
Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45
Beðið með sölu á lúxusíbúðum Ekki hefur verið ákveðið hvenær lúxusíbúðir í þremur blokkum á Hafnartorgi sem ÞG Verk byggir verða settar formlega í sölu. 30. janúar 2019 06:00