Viðskipti innlent

Biðjast af­sökunar á að hafa breytt kíló­metra­stöðu bílanna

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar.
Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. Vísir/Vilhelm

Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar.

Fréttaskýringarþátturinn Kveikur fjallaði um málið í kvöld en í þættinum kom fram að bílaleigan Procar hefði átt við kílómetrastöðuna í bílum sem hafa verið seldir. Akstursmælar bílanna voru færðir niður og þannig gefið til kynna að þeir væru eknir minna en þeir raunverulega voru.

Fyrrverandi starfsmaður bílaleigunnar, sem vildi ekki láta nafn síns getið, sagði að bílaleigan Procar hefði leigt bíla út til ferðamanna en að seinna hefði verið átt við kílómetrastöðu bílanna og þeir seldir sem notaðir bílar hérlendis. Gögn sem Kveikur hefur undir höndum sýna að tugir þúsunda kílómetra hafa verið teknir af akstursmælum í tugum bíla.

„Þennan dómgreindar-og trúnaðarbrest er ekki hægt að afsaka en fyrirtækið hefur fullan vilja til að bæta hlut þeirra sem urðu sannarlega fyrir tjóni í þessum viðskiptum,“ segir í tilkynningu sem forsvarsmenn Procar sendu frá sér í kvöld.

Þeir sem keyptu bíla af bílaleigunni á árunum 2013-2016 er boðið að hafa samband með tölvupósti við Draupni lögmannsþjónustu á netfangið dls(hjá)dls.is sem mun hafa milligöngu um greiðslu bóta. Þá geta þeir sem keyptu bíla af Procar á umræddu tímabili fengið ópersónugreinanleg afrit af leigusamningum viðkomandi bíls til að fá fullvissu um hvort átt hafi verið við kílómetramæli hans.

Á árunum 2013-2015 seldi Procar um 659 notaða bíla en fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að átt hafi við kílómetramæla í um 100-120 þeirra en endanleg tala liggur ekki fyrir að svo stöddu.

„Forsvarsmenn Procar biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk, sem unnið hefur fyrir fyrirtækið í góðri trú, afsökunar á þessum mistökum.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.