Eignirnar þrefalt meiri en viðmið Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. febrúar 2019 09:00 Almennt iðgjald í sjóðinn verður lækkað. vísir/vilhelm Eignir Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, sem hlutfall af tryggðum innstæðum, nema meira en þrefaldri þeirri lágmarksstærð sem miðað er við í evrópskum reglum um innstæðutryggingar. Þetta kemur fram í nýlegri umsögn Sambands íslenskra sparisjóða um þau áform Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, að lækka almenna hluta iðgjaldsins til sjóðsins. Verði nýleg Evróputilskipun um innstæðutryggingakerfi innleidd hér á landi mun stærð íslenska sjóðsins, sem hlutfall af tryggðum innstæðum, nema ríflega fimmfaldri þeirri lágmarksstærð sem kveðið er á um í tilskipuninni. Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja, segir innstæðutryggingasjóði sáralítið notaða. Hugsanlegt sé að hætta greiðslu iðgjalda í íslenska sjóðinn þar sem hann sé orðinn nógu stór. Heildareignir innstæðudeildar sjóðsins námu 33,6 milljörðum króna í lok árs 2017 og voru iðgjöld aðildarfyrirtækja til hans um 3,4 milljarðar króna á árinu. Samband íslenskra sparisjóða telur í umsögn sinni full rök standa til þess að iðgjöld til íslenska tryggingasjóðsins verði lækkuð „mun meira“ en áformað er í frumvarpi fjármálaráðherra sem til stendur að leggja fram á þingi í vor. Svigrúm til minni vaxtamunar Í frumvarpinu er lagt til að almenni hluti iðgjaldsins til Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, sem hefur það hlutverk að veita innstæðueigendum í bönkum og sparisjóðum lágmarksvernd gegn greiðsluerfiðleikum viðkomandi fjármálafyrirtækis, úr 0,225 prósentum af iðgjaldagrunni á ársgrundvelli í 0,16 prósent. Í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda, er tekið fram að með lækkuninni muni svigrúm lánastofnana til þess að draga úr vaxtamun inn- og útlána aukast, neytendum og fyrirtækjum til hagsbóta. Í umsögn Sambands íslenskra sparisjóða er bent á að nær öll ríki á EES-svæðinu hafi sett sér markmið um að eignir tryggingarsjóðs hvers ríkis nemi að lágmarki um 0,8 prósentum af tryggðum innstæðum. Er það í samræmi við ákvæði áðurnefndrar Evróputilskipunar. Miðað við núverandi túlkun á tryggðum innstæðum nemi hins vegar sambærilegt hlutfall í tilfelli íslenska sjóðsins um 2,6 prósentum eða „meira en þrefaldri þeirri lágmarksstærð sem við er miðað samkvæmt Evrópureglum,“ að því er segir í umsögn sparisjóðanna. Sáralítið notaðir Yngvi Örn bendir á að samkvæmt tilskipuninni geti lágmarksstærðin farið niður í 0,5 prósent af tryggðum innstæðum sé mikil samþjöppun í fjármálakerfinu og um sé að ræða kerfislega mikilvæg fyrirtæki með mikla markaðshlutdeild. „Slík fyrirtæki verða ekki tekin til innstæðutryggingameðferðar heldur skilameðferðar,“ útskýrir Yngvi. Hann bendir meðal annars á að þegar íslensku bankanir fóru á hausinn haustið 2008 hafi ekkert verið borgað út úr tryggingasjóðnum vegna þeirra, heldur innlán færð til nýrra fyrirtækja og eignir á móti. „Fjölmargir sparisjóðir hafa jafnframt farið í þrot á undanförnum áratugum og í nánast öllum tilfellum er farin sú leið að innstæður eru færðar til starfandi fyrirtækja og eignir á móti. Það má því segja að innstæðutryggingarsjóðir séu í raun sáralítið notaðir,“ segir Yngvi Örn. Aðspurður segir hann Samtök fjármálafyrirtækja fagna fyrirhugaðri lækkun á almenna iðgjaldinu. Samtökin hafi lengi þrýst á um að iðgjöld til sjóðsins verði lækkuð. „Við vonumst til þess að frekari skref verði tekin í þessa átt í kjölfarið og að Evróputilskipun um innstæðutryggingarkerfi verði innleidd hér á landi á þessu ári. Þá væri hugsanlega hægt að hætta greiðslu iðgjalda í sjóðinn því hann er orðinn nægilega stór. Nokkrar þjóðir, til dæmis Danir, hafa hætt að greiða í tryggingarsjóð því hann hefur náð þeirri 0,8 prósenta lágmarksstærð sem miðað er við í Evrópu.“ Það felist mikill kostnaður í því að greiða í sjóð sem sé þegar orðinn nógu stór. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Eignir Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, sem hlutfall af tryggðum innstæðum, nema meira en þrefaldri þeirri lágmarksstærð sem miðað er við í evrópskum reglum um innstæðutryggingar. Þetta kemur fram í nýlegri umsögn Sambands íslenskra sparisjóða um þau áform Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, að lækka almenna hluta iðgjaldsins til sjóðsins. Verði nýleg Evróputilskipun um innstæðutryggingakerfi innleidd hér á landi mun stærð íslenska sjóðsins, sem hlutfall af tryggðum innstæðum, nema ríflega fimmfaldri þeirri lágmarksstærð sem kveðið er á um í tilskipuninni. Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja, segir innstæðutryggingasjóði sáralítið notaða. Hugsanlegt sé að hætta greiðslu iðgjalda í íslenska sjóðinn þar sem hann sé orðinn nógu stór. Heildareignir innstæðudeildar sjóðsins námu 33,6 milljörðum króna í lok árs 2017 og voru iðgjöld aðildarfyrirtækja til hans um 3,4 milljarðar króna á árinu. Samband íslenskra sparisjóða telur í umsögn sinni full rök standa til þess að iðgjöld til íslenska tryggingasjóðsins verði lækkuð „mun meira“ en áformað er í frumvarpi fjármálaráðherra sem til stendur að leggja fram á þingi í vor. Svigrúm til minni vaxtamunar Í frumvarpinu er lagt til að almenni hluti iðgjaldsins til Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, sem hefur það hlutverk að veita innstæðueigendum í bönkum og sparisjóðum lágmarksvernd gegn greiðsluerfiðleikum viðkomandi fjármálafyrirtækis, úr 0,225 prósentum af iðgjaldagrunni á ársgrundvelli í 0,16 prósent. Í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda, er tekið fram að með lækkuninni muni svigrúm lánastofnana til þess að draga úr vaxtamun inn- og útlána aukast, neytendum og fyrirtækjum til hagsbóta. Í umsögn Sambands íslenskra sparisjóða er bent á að nær öll ríki á EES-svæðinu hafi sett sér markmið um að eignir tryggingarsjóðs hvers ríkis nemi að lágmarki um 0,8 prósentum af tryggðum innstæðum. Er það í samræmi við ákvæði áðurnefndrar Evróputilskipunar. Miðað við núverandi túlkun á tryggðum innstæðum nemi hins vegar sambærilegt hlutfall í tilfelli íslenska sjóðsins um 2,6 prósentum eða „meira en þrefaldri þeirri lágmarksstærð sem við er miðað samkvæmt Evrópureglum,“ að því er segir í umsögn sparisjóðanna. Sáralítið notaðir Yngvi Örn bendir á að samkvæmt tilskipuninni geti lágmarksstærðin farið niður í 0,5 prósent af tryggðum innstæðum sé mikil samþjöppun í fjármálakerfinu og um sé að ræða kerfislega mikilvæg fyrirtæki með mikla markaðshlutdeild. „Slík fyrirtæki verða ekki tekin til innstæðutryggingameðferðar heldur skilameðferðar,“ útskýrir Yngvi. Hann bendir meðal annars á að þegar íslensku bankanir fóru á hausinn haustið 2008 hafi ekkert verið borgað út úr tryggingasjóðnum vegna þeirra, heldur innlán færð til nýrra fyrirtækja og eignir á móti. „Fjölmargir sparisjóðir hafa jafnframt farið í þrot á undanförnum áratugum og í nánast öllum tilfellum er farin sú leið að innstæður eru færðar til starfandi fyrirtækja og eignir á móti. Það má því segja að innstæðutryggingarsjóðir séu í raun sáralítið notaðir,“ segir Yngvi Örn. Aðspurður segir hann Samtök fjármálafyrirtækja fagna fyrirhugaðri lækkun á almenna iðgjaldinu. Samtökin hafi lengi þrýst á um að iðgjöld til sjóðsins verði lækkuð. „Við vonumst til þess að frekari skref verði tekin í þessa átt í kjölfarið og að Evróputilskipun um innstæðutryggingarkerfi verði innleidd hér á landi á þessu ári. Þá væri hugsanlega hægt að hætta greiðslu iðgjalda í sjóðinn því hann er orðinn nægilega stór. Nokkrar þjóðir, til dæmis Danir, hafa hætt að greiða í tryggingarsjóð því hann hefur náð þeirri 0,8 prósenta lágmarksstærð sem miðað er við í Evrópu.“ Það felist mikill kostnaður í því að greiða í sjóð sem sé þegar orðinn nógu stór.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira